Vestmannaeyjar – af fólki, fuglum og ýmsu fleiru

kapa-prent.inddSagnameistarinn Sigurgeir Jónsson fer hér á kostum eins og oft áður í bókum sínum. Nú fjallar hann um æskuslóðir sínar í byggðinni fyrir ofan hraun í Vestmannaeyjum, búskaparhætti og fólkið sem þar bjó; rifjar upp kynni sín af sérstæðum persónum eins og séra Halldóri Kolbeins, Nýju í Suðurgarði og Munda í Draumbæ. Þau Sigurgeir og Katrín, kona hans, reistu sér reyndar hús í þessari byggð fyrir tveimur áratugum, og hafa frá þeim tíma átt í miklum samskiptum við góða og fiðraða nágranna, einkum tjald og stelk, sem sumir hverjir hafa þó reynt nokkuð á þolinmæði þeirra.

Þá fjallar Sigurgeir um fjóra eftirminnilega félaga sína, þá Bjarnhéðin Elíasson, Sævar í Gröf, Ása í Bæ og Guðmund kantor og segir af þeim sögur. Ýmis sérkenni Vestmannaeyinga á fyrri tíð eru líka tíunduð hér, til dæmis vatnsbúskapurinn í Eyjum áður en vatnsleiðsla var lögð þangað ofan af landi, auk þess sem rifjaðar eru upp minningar frá fyrstu vikum eldgossins 1973.

Sigurgeir segir ennfremur frá nokkrum minnisstæðum atvikum í lífi sínu, svo sem brúðkaupsferðalagi þeirra hjóna og stærðfræðikennslu sem hann á skólaárum sínum í Kennaraskólanum fékk hjá vistmanni á Kleppi. Svo plataði hann mann og annan í gervi ljóðskáldsins Jóns Kára og segir vitaskuld frá því.

Leiftrandi frásagnargáfa Sigurgeirs, hlý kímni hans sem hvarvetna glampar á og meistaralegar lýsingar á fjölda fólks sem við sögu kemur, ásamt næmri innsýn í sálir og hátterni manna og dýra gera lestur þessarar bókar eftirminnilegan og mannbætandi og skiptir þar engu máli hvort lesandinn á rætur að rekja til Vestmannaeyja eða ekki!

Leiðbeinandi verð: 7.480-.

Útgáfuár: 2020
Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar, Bækur, Bækur, Íslenskur fróðleikur, Bækur, Sagnfræði

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is