Anna – Eins og ég er
Frá blautu barnsbeini vissi Anna K. Kristjánsdóttir vélfræðingur að hún hefði fæðst í röngum líkama. Hún ólst upp í Höfðaborginni en varði stórum hluta æskunnar á barnaheimilum. Ung að árum ákvað hún að berjast gegn erfiðum tilfinningum sínum og gerast sjómaður en sjómennskan var nánast herskylda í fjölskyldu hennar. Hún stóð við það; fór á sjóinn, settist síðar í Vélskólann, gifti sig og eignaðist þrjú börn. Anna lék hlutverk sitt sem harður sjómaður þar til hún gat ekki meira og ákvað að berjast fyrir tilveru sinni sem kona. Saga hennar er ekki einungis forvitnileg, heldur einnig mikilvæg heimild um viðburðaríka tíma og ævi.
Leiðbeinandi verð: 7.280-.
Útgáfuár: 2017