Skagfirskar skemmtisögur 5
Hér kennir margra grasa. Séra Þórir Stephensen er kallaður til skítverka á Sauðárkróki. Stína Sölva heldur þingmenn Sjálfstæðisflokksins vera Álftagerðisbræður. Kári Valla makar á sig súkkulaði í sturtunni. Ása Öfjörð klárar messuvínið. Egill Bjarna sendir Sigga Guðjóns út í kjörbúð að kaupa skyr. Það raknar úr garnaflækju hjá Valla Jóns. Jóhann Salberg sýslumaður býður forseta Íslands Ópal. Steingrímur á Silfrastöðum segir kirkjuna rúma heilt helvíti. Andrés Valberg selur sömu hauskúpuna tvisvar. Rúnki predikari bölsótar steinbítnum. Sölvi Helgason hrækir í Hróarsdal og Seðlabankamenn hringja í Hörð á Hofi. Þá er sagt frá ævintýralegum hestaviðskiptum við Stebba á Keldulandi og bókin endar á smásögunni Raunir á Reyðarskeri.
Skagfirskar skemmtisögur 5 er ávísun á taumlausa skemmtun.
Leiðbeinandi verð: 3.280-.
Útgáfuár: 2016