Sigurðar sögur dýralæknis
Sigurður Sigurðarson dýralæknir frá Keldum er magnaður sagnamaður og lætur hér gamminn geysa eins og honum einum er lagið. Sagðar eru sögur af prestum, stjórnmálamönnum, læknum, sjúklingum og skepnum og örugglega skella margir upp úr við lestur þeirra – svo bráðsmellnar eru þær.
Baldur í Vatnsfirði jarðar framsóknarmenn. Sigurbjörn biskup fer með kvöldbænirnar. Halldóri í Holti er tíðrætt um mykjudreifara og Jón Ísleifsson skiptir um föt. Ólafur Thors sefur fram eftir, liðmús er á leið upp eftir konu í Eyjafirði og Smali Jónsson ríður berbakt.
Leiðbeinandi verð: 3.480-.
Útgáfuár: 2016