Nýjasta útgáfa Hóla



Halloween I – hryllings- og draugasögur fyrir harðgerða krakka og unglinga

halloween1-forsidaBókin geymir nokkrar magnaðar sögur sem örugglega fá hjarta lesandans til að slá svolítið örar um tíma. Þetta er bók fyrir krakka og unglinga „sem þora! – og auðvitað hina eldri líka, svo fremi að þeir séu sterkir á taugum!“

Sýnishorn úr bókinni: http://issuu.com/gunnarkr/docs/halloween-issuu

Leiðbeinandi verð: 3.280-.

Útgáfuár: 2015

Hersetan á Ströndum og Norðvesturlandi

Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestraHér er greint frá umsvifum og dvalarstöðum setuliðsins á stríðsárunum, reynslu og kynnum liðsmanna og heimamanna, hermennskulífi, loftárásum, mannskæðum slysförum og vofveifilegum atburðum. Margar áður óbirtar ljósmyndir prýða bókina og fjallað er um braggabúðir, búnað og farartæki sem komust í hendur Íslendinga.

Viðal við höfundinn, Friðþór Eydal, er hér (undir flipanum Morgunútvarpið – 2. hluti):

http://www.utvarpsaga.is/eldri-thaettir-2.html

Leiðbeinandi verð: 6.480-.

Útgáfuár: 2015

Fótboltaspurningar 2015

FótboltaspurningarHvaða fugl prýðir merki Vals? Hversu oft hefur Manchester United orðið Evrópumeistari? Hvaða leikmaður Chelsea var rekinn af velli í janúar 2013 fyrir að sparka í boltastrák? Hvert var síðasta liðið sem Ronald Koeman lék með? Liverpool keypti þrjá leikkmenn frá Southampton sumarið 2014. Tveir þeirra eru Rickie Lambert og Adam Lallana, en hver er sá þriðji?  Þessi bók á að vera til á öllum heimilum knattspyrnuáhugamanna – og auðvitað hinna líka.

Leiðbeinandi verð: 1.390-.

 

Útgáfuár: 2015

Bestu barnabrandararnir – bara góðir

Bestu barnabrandararnir 2015

Hér er fjöldinn allur af sprenghlægilegum bröndurum sem henta hvar og hvenær sem er – jafnvel við jarðarfarir ef þær eiga að vera fyndnar! Lítum á eitt dæmi:

Það var hræðilegt slagveður og búðareigandinn var að loka, þegar inn kom maður og bað um tvo snúða. Bakarinn var undrandi á því að nokkur skyldi leggja það á sig að fara út bara til þess að kaupa tvo snúða í þvílíku veðri, svo hann spurði:
„Ertu giftur?“
„Auðvitað,“ ansaði maðurinn.  „Heldur þú virkilega að mamma myndi senda mig út í þessu veðri?“

Leiðbeinandi verð: 1.390-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2015

Spurningabókin 2015

Spurningabókin 2015Í hvaða landi eru flugeldar aðallega framleiddir? Hvað heitir heimildarmyndin um Ólaf Stefánsson handboltakappa? Hver er aðalsöguhetjan í Family Guy? Hvað gleypa krókódílar til að auðvelda sér að kafa? Þetta og margt fleira til í þessari bráðsmellnu bók sem grípa má til hvar og hvenær sem er.

Leiðbeinandi verð: 1.390-.

Útgáfuár: 2015

Kveikjur

kveikjurKveikjur eftir séra Bolla Pétur Bollason, fyrrum prest í Seljakirkju og nú sóknarprest í Laufási, var að koma út.  Innihald bókarinnar eru 40 smásögur og í þeim er tæpt á þjóðfélagsmálum á borð við fátækt, einelti, ofbeldi í ýmsum myndum, einsemd og siðferðisbrestum, siðferðilegum álitamálum, tilvistar- og tilgangsspurningum, sorginni, gleðinni, kærleikanum, samskiptum fólks og endalokunum.

Það er öllum hollt að lesa þessa bók og velta fyrir sér efni hennar. Hún hentar jafnt unglingum sem hinum eldri og sögurnar mega vel nýtast sem ísbrjótar fyrir samtal og sameiginlegar vangaveltur.

Ljósmyndir prýða bókina og eru þær eftir Völund Jónsson.

 

Leiðbeinandi verð: 3.480-.

Útgáfuár: 2015
Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is