Nýjasta útgáfa Hóla



Þú ert það sem þú borðar – endurútgáfa

Þú ert það sem þú borðarNú er hún loksins fáanleg aftur, metsölubókin ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ BORÐAR, en hún breytt hefur lífi fjölmargra til hins betra.  Og þetta er ekki bara bók fyrir þá sem þurfa og vilja grennast, heldur er hún fyrir alla sem vilja öðlast betri líðan.

Leiðbeinandi verð: 4.790-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Samstarf á Austurlandi

Samstarf ‡ AusturlandiÍ fyrri hluta þessarar bókar er fjallað um Fjórðungsþing Austfirðinga 1943-1964, en í þeim síðari um arftaka þess, Sambands sveitarfélaga á Austurland 1966-2006.  Fjallað er um baráttu austfirskra sveitarstjórnarmanna fyrir betra mannlífi í fjórðungnum og fölmörg mál eru hér í brennidepli, s.s. atvinnumál, raforkumál, mennta- og menningarmál, heilbrigðismál og samgöngumál.

Svæðisbundnu samstarfi sveitarstjórnarmanna á Íslandi hefur aldrei áður verið gerð jafnítarleg skil og í þessu riti.  Því ættu engir áhugamenn um sveitarstjórnarmál að láta það framhjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Útgáfuár: 2010

Fjallaþytur

fjallathyturFjallaþytur, úrval úr ljóðum Hákonar Aðalsteinssonar, kemur út þann 13. júlí nk. í tilefni af því að þá eru 75 ár liðin frá fæðingu hans, en hann lést í fyrra.  Margar ljóðaperlurnar er hér að finna, sumar alvarlegar en aðrar af léttara taginu – allar þó bráðskemmtilegar.  Þarna er meðal annars að finna allmörg ljóð sem ekki hafa birst áður.

Leiðbeinandi verð: 5.680-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Undir breðans fjöllum

svinafell-kapa.inddUndir breðans fjöllum er ljóðasafn Þorsteins Jóhannssonar (f. 1918, – d. 1998), kennara, skólastjóra og margt fleira, að Svínafelli í Öræfum.  Hann var hagyrðingur og skáld.  Hin viðameiri kvæði hans vitna um þá þekkingu og tök sem hann hafði á skáldskap.  Hefðbundið ljóðform var honum svo tamt og meðfærilegt að vísur urðu oft til með engum fyrirvara hvenær sem tilefni gafst.  Þannig festi hann reynslu sína og æviferil í braglínur, meitlaðar og fágaðar af smekkvísi ljóðunnandans, ýmist fullar af kímni og góðlátlegu gamni eða markaðar af reynslu og íhugun.  Milli línanna má skynja höfundinn, ötulan, ókvalráðan, traustan og hjartahlýjan mann sem ann tungu, sögu, landi og þjóð.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Pétrísk-íslensk orðabók

petrisk-kapa 2010.indd Séra Pétur Þorsteinsson, prestur í Óháða söfnuðinum í Reykjavík, hefur í áraraðir safnað orðum sem vel gætu þýtt eitthvað annað en þau í rauninni gera.  Útkoman úr þessu er vægast sagt bráðsmellin og kom það berlega í ljós þegar Bókaútgáfan Hólar gaf út bók eftir sérann, með sama heiti og þessi, fyrir tveimur árum.  Hún seldist upp á skömmum tíma og hefur síðan verið ófáanleg.  Hér er svo ný útgáfa komin með fjölmörgum nýjum orðum og er hún gefin út 5/5 í tilefni af 55 ára afmæli séra Péturs.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Saga Félags járniðnaðarmanna

Saga-jarn-kapa-lowÍ þessari bók er rakin saga Félags járniðnaðarmanna, en 90 ár eru nú liðin frá stofnun þess.  Sagt er frá baráttu félagsins fyrir bættum kjörum og aðbúnaði, auknum réttindum og þóun málmiðnaðar á 20. öldinni.  Þá sagt frá baráttu kommúnista og hægri manna um yfirráðin í félaginu og er þá fátt eitt nefnt.

Leiðbeinandi verð: 6.900-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Læknir í blíðu og stríðu

pallPáll Gíslason læknir, skátahöfðingi og borgarfulltrúi hefur á langri ævi komið víða við og kynnst mörgu og misjöfnu.  Hann var brautryðjandi í æðaskurðlækningum og hóf slíkar aðgerðir fyrstur lækna á Íslandi við sjúkrahúsið á Akranesi og byggði síðan upp æðaskurðdeild á Landspítalanum.  Þá hefur hann verið skáti frá 12 ára aldri og unnið mikið og óeigingjarnt starf í þeirra þágu.  Ennfremur lét hann til sín taka í pólitíkinni í fjölmörg ár og var til dæmis lykilmaður við gerð hinnar umdeildu byggingar, Perlunnar.

Þeir sem hafa gaman af græskulausum sögum ættu alls ekki að láta þessa bók framhjá sér fara.  Hér fljóta mörg gullkornin með og þess utan eru dregnir fram í sviðsljósið menn á orð við Albert Guðmundsson, sem ekki var hátt skrifaður hjá Páli, og Davíð Oddsson.

Leiðeinandi verð: 5.880-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010
Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is