Nýjasta útgáfa Hóla
Með létt skap og liðugan talanda – lífssaga Margrétar í Dalsmynni
Margrét Guðjónsdóttir í Dalsmynni í Eyjahreppi ákvað níu ára gömul að giftast aldrei. Sextán ára hitti hún manninn í lífi sínu og eignaðist ellefu börn. Þess utan höfðu þau hjónin fjölmörg börn í fóstri um skemmri eða lengri tíma svo það var sjaldnast lognmolla á heimili þeirra. Mörg af þessum börnum segja hér frá ævintýralegri vist sinni í Dalsmynni.
Margrét segist ekki hafa verið penasta pían í sveitinni, en það hélt þó ekki aftur af henni, því hún er þekkt fyrir að hafa skoðanir á öllu og sumt af því hefur hún fellt í ljóðstafi, enda hagyrðingur góður.
Áhugamenn um þjóðlegan fróðleik verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa bók.
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2010Það reddast – Sveinn Sigurbjarnarson ævintýramaður á Eskifirði lítur um öxl
Sveinn Sigurbjarnarson ferðafrömuður og ævintýramaður á Eskifirði fer sjaldnast troðnar slóðir – ef þá nokkurn tíma. Hann hefur þvælst um fjöll og firnindi, láglendi og hálendi og hjarnbreiður jöklanna með þúsundir ferðamanna og ævintýrin í þessum ferðum eru mörg og sum býsna skuggaleg. Kappinn lætur sér þó fátt um finnast, enda sagður áræðinn, jafnvel bíræfinn og ennfremur svalur í þess orðs dýpstu merkingu.
Í bók þessari lítur Svenni um öxl og rifjar upp minninagrbrot frá liðinni ævi með aðstoð nokkurra samferðamanna. Yfir þeim er vitaskuld ævintýrablær, enda sannleikurinn oft lyginni líkastur.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2010Í ríki óttans – örlagasaga hjúkrunarkonunnar Þorbjargar Jónsdóttur Schweizer
Þorbjörg Jónsdóttir Schweizer rekur hér örlagasögu sína. Sem ung stúlka kynntist hún vistarbandi, en síðar giftist hún Þjóðverjanum Bruno Schweizer og flutti með honum til Þýskalands skömmu áður en seinni heimsstyrjöldin skall á. Styrjöldin kom nokkuð við fjölskyldu hennar, einkum þó eiginmanninn, sem varað hafði við nasismanum og var því ekki í náðinni hjá nasistum. Eftir stríðið töldu margir hann hins vegar tilheyra nasistum og því var vandlifað fyrir þennan rólyndismann.
Saga Þorbjargar snertir strengi í brjóstum okkar allra.
Leiðbeinandi verð: 4.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2010D-dagur – orrustan um Normandí
Flugmönnum, hermönnum og sjóliðum Bandamanna sem tóku þátt í orrustunni um Normandí leið 6. júní 1944 aldrei úr minni. Í dagrenningu var stærsti innrásarfloti allra tíma, mörg þúsund fley af öllum stærðum og gerðum, kominn að ströndum Frakklands. Á ströndum Normandí var þýskt herlið sem fékk síðbúna viðvörun um það sem í vændum var.
Áhugamenn um veraldarsöguna láta þetta meistaraverk ekki fram hjá sér fara. Breski stríðssagnfræðingurinn Antony Beevor hefur unnið gríðarlegt þrekvirki við samantekt þessarar bókar sem vakið hefur mikla athygli um veröld víða.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2010
Feimnismál
Í þessari tuttugustu bók sinni fer Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku víða um. Gluggað er í gömul bréf, kynjamyndir Austfjarðaþokunnar skoðaðar, ferðast er með strandferðaskipum og kynni höfundar af fjölmörgu fólki rifjuð upp, m.a. af Ólafi Thors sem talaði eins vel um framsóknardindlana og hann þorði.
Hvernig fór svo með hvolpinn sem Vilhjálmur neitaði að flytja suður?
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2010
Af heimaslóðum
Sögusvið þessarar bókar er Melrakkaslétta og byggðakjarninn við Leirhöfn, æskustöðvar höfundarins Níelsar Árna Lund, þar sem hvert nýbýlið reis af öðru um miðja síðustu öld. Hér segir hann m.a. sögu foreldra sinna, Helgu og Árna Péturs, sem byggðu nýbýlið Miðtún en það var hluti af 60-70 manna samfélagi á Leirhafnarjörð. Ennfremur er farið með lesendur heim á hvern bæ og sagt frá því fólki sem þarna stundaði búskap af dugnaði og leitaði annarra fanga til að framfleyta sér og öðrum.
Því verður ekki á móti mælt að Níels Árni Lund hefur með þessari bók unnið mikið þrekvirki við að halda til haga þjóðlegum fróðleik af mannlífi fólks við ysta haf.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2010Galar hann enn! Gamansögur af Norðfirðingum og nærsveitungum
Smári Geirs ekur í loftköstum, Gummi Bjarna fer til rjúpna og Steinunn Þorsteinsdóttir skilur ekkert í öllum þessum rjómatertum. Einar Þorvaldsson ætlar að skrifa aftan á víxil, Bjarni Þórðar fer í megrun og Bjarki Þórlindsson gerir við miðstöðina hjá Daníel lækni. Stella Steinþórs fer bara úr annarri skálminni, samherjar Rikka Haralds þurfa að dekka hann stíft og Jón Lundi og séra Árni Sigurðsson takast á. Smelli tekur út úr sér góminn, Daddi Herberts kemst í sjónvarpið, Guðrún Árnadóttir vonast eftir tekjuaukningu hjá Félagi eldri borgara og sprelligosarnir í Súellen senda kort. Er þá fátt upp talið í þessari bráðskemmtilegu bók.
Leiðbeinandi verð: 2.680-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2010Sjónhverfingar – ekki er allt sem sýnist
Hér finnur þú bráðskemmtilegar myndaþrautir og kemst um leið að raun um að ekki er allt sem sýnist. Hvernig er til dæmis hægt að finna gamla konu út úr mynd af ungri stúlku?
Leiðbeinandi verð: 1.1.90-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2010Bestu barnabrandararnir – brjálæðislega góðir
Bestu barnabrandararnir eru stútfullir af gríni sem kemur öllum í gott skap. Bókin hentar vel í einrúmi, en einnig í fölmenni og hvernig væri að þeir sem troða upp hér og þar gripu hana með sér og læsu upp einn og einn brandara fyrir viðstadda. Það myndi örugglega ekki spilla gleðinni.
Leiðbeinandi verð: 1.1.90-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2010Spurningabókin 2010
Hvaða fuglar voru áður mikið notaðir til bréfasendinga? Á hvers konar trjám vaxa kókoshnetur? Að hverjum leitaði Sveppi? Hvaða víðförli, íslenski knattspyrnumaður er kallaður Herminator? Til hvaða lands er ólympíueldurinn sóttur. Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem nota má nánst hvar og hvenær sem er.
Leiðbeinandi verð: 1.190-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2010