Tarfurinn frá Skalpaflóa
Hann var sonur fráskilinnar móður og ætlaði að verða skipstjóri á flutningaskipi. Ólgusjóirstjórnmála millistríðsáranna færðu hann í fang þýska sjóhersins undir stjórn nasista. Hann hlaut menntun sem skipherra á nýjum kafbát rétt áður en ófriðarbálið kviknaði í Evrópu. Þýskaland vildi hefna ófara fyrri heimsstyrjaldar.
Günther Prien og áhöfn hans á kafbátnum U47 vöktu ótta og hrylling meðal sjófarenda seinni heimsstyrjaldar. Á fyrstu dögum stríðsins sökktu þeir orrustuskipi Breta með ótrúlegri dirfsku á fornum vettvangi Íslendingasagna; Skalpaflóa á Orkneyjum norður af Skotlandi. Það var flaggskipið Royal Oak – sjálf Konungseikin.Augu siglingaþjóða opnuðust fyrir kafbátaógninni. Prien fékk viðurnefnið „Tarfurinn frá Skalpaflóa“. Á Íslandi ríkti ótti við þýsku kafbátana. Það sást vel er Hvalfjörður varð flotastöð eftir hernám Íslands 1940. U47 herjaði á siglingaleiðum suður af landinu. Þeir fyrstu frá Íslandi sem létu lífið af völdum kafbátsárásar urðu fórnarlömb Priens og félaga. Þeir skildu eftir sig blóði drifna dauðaslóð þúsunda sjómanna. En í Þýskalandi voru þeir þjóðhetjur.
Þegar U47 hvarf sporlaust suður af Íslandi voru vinsældir þeirra slíkar að Adolf Hitler bannaði fregnir af því.
Skoðaðu sýnishorn úr bókinni hér: http://issuu.com/magnusthor/docs/tarfurinn-issuu2
Leiðbeinandi verð: 6.280-.