Nýjasta útgáfa HólaSvarfaðardalsfjöll

Svarfadardalsfjoll_frontSvarfaðardalur er að sumum talinn fegursti dalur í byggð á Íslandi.  Að einhverju leyti skapast það af því að dalurinn og afdalur hans eru umkringdir sérlega fallegum en jafnframt hrikalegum fjöllum.  Þessi fjallgarður er lítt kannaður en árið 1995 ákváðu fjórir göngufélagar að ganga þennan fjallahring allan.  Hreppamörkin umhverfis Svarfaðardal eru um 120 km löng og telja 75 tinda með jafnmörgum skörðum.  Það tók félagana fimmtán göngudaga á átta árum að ljúka verkefninu.  Í bókinni er ferðum þeirra félaganna eftir vatnaskilum og fjallseggjum lýst í máli en einnig með 138 myndum og 18 kortum.  Nöfn flestra tinda eru færð inn á myndirnar og skörð eru nafnkennd á kortunum.

Höfundur bókarinnar er göngugarpurinn og náttúrufræðingurinn Bjarni E. Guðleifsson á Möðruvöllum í Hörgárdal.  Hann hefur stundað fjallgöngur um árabil og skrifað um það bók, Á fjallatindum, sem var hið vandaðasta verk í alla staði.  Þessi bók er ekki síðri, hún er afar smekkleg í alla staði og kjörgripur þeirra sem áhuga hafa á fjallgöngum og náttúru Íslands.

Leiðbeinandi verð: 4.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is