Síldarvinnslan í 60 ár
Þessi bók er gefin út í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá stofnun Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Fyrirtækið var stofnað 11. desember 1957 og í upphafi reisti það síldarverksmiðju og hóf að reka hana. Áður en áratugur var liðinn var Síldarvinnslan orðið stærsta fyrirtækið á Austurlandi og sinnti fjölþættri fiskvinnslustarfsemi og útgerð.
Í bókinni birtast þættir úr sögu Síldarvinnslunnar. Þeir gefa ágæta mynd af þeim sviptingum sem einkennt hafa íslenskan sjávarútveg síðustu 60 árin.
Síldarvinnslan er um þessar mundir eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með starfsstöðvar á sex stöðum, auk þess sem það á hlutdeild í nokkrum fyrirtækjum, bæði hér á landi og erlendis.
Leiðbeinandi verð: 6.980-.
Útgáfuár: 2017