Sigurður dýralæknir 2
Sigurður dýralæknir er síðara bindið af ævisögu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og er það jafnframt afmælisrit hans. Í fyrra bindinu, sem kom út
2011, sagði Sigurður frá æsku sinni og uppvexti til fullorðinsára og samferðamönnum á því tímaskeiði ævinnar. Mátti það heita dauður maður sem ekki grét af hlátri við lestur allra þeirra óborganlegu sagna af mönnum og málefnum sem þar komu fram. Hér fer dýralæknirinn enn á kostum þegar hann
segir frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags og dregur fram ógrynni sagna af skemmtilegu fólki og skemmtilegum viðburðum þótt vitaskuld hafi stundum gustað um hann og honum jafnvel verið hótað lífláti. Rétt er að geta þess að enn er hægt að fá fyrra bindið af ævisögu Sigurðar hjá Bókaútgáfunni Hólum.
Leiðbeinandi verð: 6.780-.
Útgáfuár: 2014