Séra Vigfús Þór sjötugur

Þann 6. apríl nk. verður séra Vigfús Þór Árnason sjötugur. Af því tilefni réðust vinir hans og velunnarar í það mikla verk að láta skrifa um hann bók og verður hún hvort tveggja í senn, endurminningar hans og afmælisrit. Ragnar Ingi Aðalsteinsson hefur séð um ritunina og mun bókin koma út á haustdögum. Hún verður bráðskemmtileg eins og þeirra félaga er von og vísa, en snertir einnig hina viðkvæmu strengi í brjóstum okkar.

Aftast í bókinni verður heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria) og þar geta þeir sem gerast áskrifendur að bókinni – og heiðra um leið séra Vigfús Þór á þessum tímamótum – fengið nafn sitt skráð. Eru þeir beðnir að hafa samband í netfangið holar@holabok.is (og taka þá fram fullt nafn þess eða þeirra sem á að skrá + heimilisfang og kennitölu) eða í síma 557-5270. Verð bókarinnar verður kr. 6.980- og greiðist fyrirfram.

 

Föstudagur 26. febrúar 2016
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is