Séra Jón Bjarman látinn

Séra Jón Bjarman, fanga- og síðar sjúkrahúsprestur, lést 17. mars sl., 78 ára að aldri.  Ævisaga hans, Af föngum og frjálsum mönnum, kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum árið 1999 og var fyrsta ævisagan af mörgum sem Hólar hafa gefið út.  Þá hafa Hólar gefið út tvær ljóðabækur eftir séra Jón, Undir fjallshlíðum og Stef úr steini.

Bókaútgáfan Hólar þakkar séra Jóni Bjarman ánægjulegt samstarf og sendir samúðarkveðjur til eiginkonu hans, Hönnu Pálsdóttur, og annarra ættingja.

Sunnudagur 20. mars 2011
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is