Nýjasta útgáfa Hóla



Handknattleiksbókin I-II

handboltabokin-tvo-bindiÍ þessu glæsilega tveggja binda verki er rakin saga handknattleiksins á Íslandi.  Ævintýrið hófst árið 1920 og spannar bókin yfir 90 ár, eða til 2010.  Fjallað er rækilega um upphaf þessarar íþróttagreinar, sem ávallt hefur snert sterkar taugar í þjóðarsálinni, og þá menn sem mörkuðu fyrstu sporin.  Íslandsmótinu eru gerð góð skil sem og bikarkeppninni og Evrópuleikjum félagsliðanna.  Og vitaskuld fer feikimikið púður í landsliðin okkar sem borið hafa hróður lands og þjóðar víða um heim.

Handknattleiksbókina I-II ættu allir unnendur handknattleiks sem og íþrótta almennt að lesa.

Leiðbeinandi verð: 18.900-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2012

Dauðinn í Dumbshafi – kilja

DID-kilja-kápa

Þá er hin vinsæla bók, Dauðinn í Dumbshafi, eftir Magnús Þór Hafsteinsson, komin í kilju.  Hún hefur vægast sagt fengið frábæra dóma og er skemmst að minnast umsagnar Kolbrúnar Bergþórsdóttur, Páls Baldvins Baldvinssonar og Egils Helgasonar um bókina í Kiljunni sl. janúar.

Hvað efnisþætti bókarinnar varðar þá er vísað til kaflans hér að neðan.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2012

Dauðinn í Dumbshafi

Dauðinn í Dumbshafi-kápa

Viðfang þessarar bókar, skipalestir, sem fluttu vopn og vistir frá Vesturveldunum yfir Atlantshaf og austur með íshafsströnd Evrasíu til sovéskra hafna, er merkur kafli í sögu síðari heimsstyrjaldar ‒ og í sögu Íslands:

Hinn 23. júní 1941 réðst þýski herinn fyrirvaralaust inn í Sovétríkin, og sóttist hratt í leifturstríði framan af, svo jafnvel var búist við endanlegum sigri yfir Rússlandi vestan Úralfjalla um eða fyrir veturinn. Þannig hefðu Þjóðverjar komist yfir gífurlegar auðlindir, þar með olíu í Kákasus, sem hefði eflt hernaðarmátt þeirra til muna og að sama skapi veikt stöðu Breta og bandamanna þeirra.

Vesturveldin sáu þá leið vænlegasta til að styrkja Sovétmenn, og létta um leið álagi af eigin herjum og borgurum, að senda þessum nýju bandamönnum sem mest af nauðsynjum sem nýttust þeim í baráttu við sameiginlegan óvin ‒ vopn, tæknibúnað, málma og önnur hráefni til iðnaðar, lyf og eldsneyti. Langskilvirkasta leiðin fyrir þannig sendingar var sjóleiðin austur með strönd Norður-Íshafs til rússneskra hafna, Arkhangelsk, þegar íslaust var, en annars til Múrmansk.

Þetta var samt afar hættuleg leið, en svo mikilvæg að menn sættu sig við veruleg afföll. Á aðra hönd var siglt hjá norðurströnd Noregs, þar sem Þjóðverjar höfðu flugvelli með flugvélum, sem báru sprengjur og tundurskeyti, og skipalægi með kafbátum og herskipum. Skammt undan lágu í norsku fjörðunum við festar öflug herskip, allt upp í Tirpitz, stærsta og voldugasta herskip heims, systurskip Bismarcks. Að norðan var svo heimskautsísinn. Á sumrin var bjart mestallan eða allan sólarhringinn, svo auðratað var að stórum skipalestum eða jafnvel stökum skipum, en á veturna var ísröndin svo nærri landi að langfleygar sprengjuflugvélar gátu athafnað sig á öllu siglingasvæðinu. Við þetta bætist að þar voru veður oft  válynd, svo jafnvel á friðartímum var leiðin lítt fýsileg og sjór svo kaldur að fáir sem í hann féllu lifðu lengi.

Ísland kemur hér mjög við sögu. Farmskipin, frá Bandaríkjunum og Kanada eða frá Bretlandseyjum, söfnuðust yfirleitt saman í herskipalægi Bandamanna í Hvalfirði, og þaðan lá leiðin norður og austur með Íslandi yfir Atlantshaf og með norðurströnd Skandinavíu og Rússlands til Arkangelsk eða Múrmansk. Breski flotinn tók við hervernd skipalestanna í Hvalfirði, þótt oft væru bandarísk herskip í fylgd með þeim. Íslendingar voru í áhöfnum sumra skipanna, og fórust sumir en aðrir komust af.

Sáralítið hefur til þessa verið ritað um þessa sögu á íslensku, og raunar hefur sumt sem hér verður greint frá verið falið í leyndarskjölum þar til nýlega og hefur ekki heldur birst almenningi víða erlendis.

Það á til dæmis við um frægar hrakfarir stórrar skipalestar, PQ17, sem að skipan bresku herstjórnarinnar var látin dreifa sér úti fyrir Noregi og öll herskipin sem áttu að verja hana kölluð til annarra starfa, svo verulegur hluti skipanna varð flota og flugher Þjóðverja að bráð, og fórust með þeim allur farmur og margir farmenn.

Frá þessu og ýmsu öðru er greint í bókinni, sem ber réttnefnið Dauðinn í Dumbshafi. Höfundurinn, Magnús Þór Hafsteinsson, er sjómaður og menntaður sjólíffræðingur í norskum háskóla. Ritið ber það með sér að höfundur hefur sótt efni í ókjör heimilda, sem tilgreindar eru í bókarlok.

Enginn Íslendingur, sem vill kynnast sögu síðari heimsstyrjaldar og hlut Íslands í þeirri sögu, ætti að leiða þetta rit hjá sér.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011

Sigurður dýralæknir

sigurdur dyralæknir kapaSigurður dýralæknir Sigurðarson frá Keldum er sögumaður góður og kann margar óborganlegar sögur af mönnum og málefnum.  Hér segir af uppvexti hans á Sigurðarstöðum í Bárðardal, Keldum á Rangárvölum, Selalæk og Hemlu; einnig námsárum hans í Héraðsskólanum á Skógum og Menntaskólanum á Akureyri, daglaunavinnu sem pakkhúskarl á Rauðalæk og slátrari á Hellu svo að nokkuð sé nefnt.  Ennfremur er sagt frá mönnum og málleysingjum sem orðið hafa á vegi hans, skrýtnum og skemmtilegum karakterum, eins og hann er sjálfur, kyndugum körlum og kerlingum, bændum og búaliði, prestum og kvenleysingjum og kvennamönnum víða um land.  Hér segir líka meðal annars af hlöðunni sem var dregin yfir heyið, reimleikum á Rauðalæk, ófúnu líki í kirkjugarðinum á Keldum, íhaldskoppinum og úthrópuðum rottuskítssala á Landi og í Holtum.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Útgáfuár: 2011

Fótboltaspilið

fotboltaspilid-lokFÓTBOLTASPILIÐ, eftir Guðjón Inga Eiríksson, er komið út.  Það inniheldur 1800 fótboltaspurningar og býður upp á skemmtilega keppni tveggja eða fleiri.  Þarna er m.a. að finna spurningar um enska boltann, íslenska boltann, Meistaradeildina og auðvitað margt fleira. Fótboltaspilið er allt í senn fræðandi, skemmtilegt og spennandi og vafalítið munu knattspyrnuunnendur eiga góðar stundir yfir því á næstu vikum og mánuðum.

Fótboltaspilið fæst vitaskuld hjá Bókaútgáfunni Hólum (pöntunarsími 557-5270, netfang: holar@holabok.is), en einnig í flest öllum búðum og stórmörkuðum sem selja bækur.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Útgáfuár: 2011

Fjör og manndómur

fjor og manndómur-kápaÍ þessari tuttugustu og fyrstu bók sinni snertir sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku fjölmarga strengi í samfélagi liðinnar tíðar.  Fjallað er um nítján leiðir sem liggja um háfjallaskörð milli Mjóafjarðar og nágrannabyggðarlaganna og hrakninga þar – sem ekki enduðu allir vel.  Þá beinist athygli sögumanns mjög að hlutverki kvenna og líkur bókinni á æviþætti konu sem ekki mátti sín mikils, en lifði langa ævi og dó á tíræðisaldri – án þess að hafa í eitt einasta skipti leitað til læknis, utan augnlæknis einu sinni.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Útgáfuár: 2011

Elfríð – frá hörmungum Þýskalands til hamingjustrandar

Elfrid-kapa

Það eru engar ýkjur að segja að margt hafi drifið á daga Elfríðar Pálsdóttur á langri ævi hennar.  Hún fæddist í Þýskalandi og upplifði hörmungar stríðsáranna þar sem dauðinn beið við hvert fótmál.  Nánustu ættingjar hennar og vinir urðu fórnarlömb átakanna og hún gekk í gegnum hræðilega lífsreynslu þegar hún missti báða foreldra sína og bræður.

En þrátt fyrir margs kyns mótlæti í lífinu stendur Elfríð óbuguð og segir nú einstæða sögu sína.  Lífsgleðin og bjartsýnin, sem hún fékk í vöggugjöf, hafa án efa hjálpað henni að komast í gegnum áföllin sem hún hefur orðið fyrir.  Hún kom til Íslands árið 1949 og fór sem vinnukona á Siglunes við Siglufjörð.  Þar kynntist hún sveitapilti, Erlendi Magnússyni.  Þau felldu hugi saman og hafa verið gift í 60 ár.

Það var ekki auðvelt fyrir unga stúlku, sem kom úr erlendri stórborg, að sætta sig við þær aðstæður sem voru víða til sveita um miðja síðustu öld.  En Elfríð vildi gleyma sorgum og raunum sem hún upplifði í heimalandi sínu og hamingjuna fann hún við ströndina og öðlaðist sálarheill.  Þau hjónin, Elfríð og Erlendur, bjuggu fyrst á Siglunesi en síðan í rúman aldarfjórðung á Dalatanga þar sem þau gegndu störfum vitavarða.

Það var Elfríði mikil raun að rifja upp æskuár sín í Þýskalandi.  Lesendur þessarar bókar munu vafalítið skilja af hverju svo var.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Útgáfuár: 2011

Skagfirskar skemmtisögur

skagfirskar_skemmtisogur_kapa

Skagfirskar skemmtisögur hafa að geyma um 200 gáskafullar gamansögur úr daglegu amstri Skagfirðinga og samferðarmanna þeirra til sjós og lands.  Við sögu koma m.a. séra Hjálmar Jónsson, Álftagerðisbræður, Haraldur frá Kambi, Dúddi frá Skörðugili, Friggi á Svaðastöðum, Haraldur Bessason, Hvati á Stöðinni, Gísli Einarsson og Bjarni Har.  Eru þá sárafáir nefndir af þeim sem kallaðir eru til leiks í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

 

Útgáfuár: 2011

Sjónhverfingar-læturðu blekkjast

sjónhverfingar 2011

Í þessari bók er ekki allt sem sýnist, enda er hún stútfull af blekkingum og heilabrotum sem gaman er að glíma við.

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011

Spurningabókin 2011

spurningabókin 2011

Hvernig er líkaminn á Hulk á litinn? Hver fór með hlutverk Buddy Holly í samnefndum söngleik hér á landi? Hvaða dýrategund í Afríku veldur fleiri dauðsföllum en nokkurt annað dýr í þeirri álfu? Ef Britannia Stadium er völlurinn, hvert er þá heimaliðið? Hvað hét móðir Vilhjálms Bretaprins? Hvert er gælunafn leikarans Guðjóns Davíðs Karlssonar?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til að hverju einasta heimili.

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2011
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is