Nýjar sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum
Í þessari bók stíga fjölmargir Vestmannaeyingar á stokk og láta mikið að sér kveða. Guðjón líkkistusmiður á Oddsstöðum slær máli á látna – og lifandi, Nýja í Suðurgarði fær undarlega sprautu frá Einari lækni og Mundi í Draumbæ ekur með prestsfrúna og fleira drasl. Stúkumaðurinn Tóti í Berjanesi fær sér einn lítinn, Bjarnhéðinn Elíasson flaggar og kona hans, Ingibjörg Johnsen, geymir jólaveltu blómabúðarinnar á óvenjulegum stað. Þórarinn í Geisla leitar að Óskari á Háeyri á hverri strippbúllunni á fætur annarri og Óli Gränz lætur taka af sér fermingarmynd þótt langt sé um liðið síðan hann fermdist. Bogi í Eyjabúð fær gos, Gísli Óskarsson reiðist í símann og séra Bára veldur vonbrigðum.
Uppseld.
Útgáfuár: 2007