Með létt skap og liðugan talanda – lífssaga Margrétar í Dalsmynni

margret_kapa.inddMargrét Guðjónsdóttir í Dalsmynni í Eyjahreppi ákvað níu ára gömul að giftast aldrei.  Sextán ára hitti hún manninn í lífi sínu og eignaðist ellefu börn.  Þess utan höfðu þau hjónin fjölmörg börn í fóstri um skemmri eða lengri tíma svo það var sjaldnast lognmolla á heimili þeirra.  Mörg af þessum börnum segja hér frá ævintýralegri vist sinni í Dalsmynni.

Margrét segist ekki hafa verið penasta pían í sveitinni, en það hélt þó ekki aftur af henni, því hún er þekkt fyrir að hafa skoðanir á öllu og sumt af því hefur hún fellt í ljóðstafi, enda hagyrðingur góður.

Áhugamenn um þjóðlegan fróðleik verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa bók.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010
Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar, Bækur

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is