Lífsþróttur

lifsthrotturErtu í stöðugri baráttu við aukakílóin? Hér er ítarlega fjallað um offituvandann, ástæður hans og aðferðir sem virka í baráttunni.  Fjöldi megrunaraðferða er einnig krufinn til mergjar.

Stríðir þú við lystarstol eða lotugræðgi eða ertu einfaldlega of magur? Hér segir meðal annars frá ástæðum átröskunarsjúkdóma, afleiðingum þeirra og meðferð.

Það er löngu vitað að mataræði hefur áhrif á sjúkdóma.  Hér er ítarlega fjallað um þetta áhrifasamband og tengsl þess meðal annars við hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki.

Ítarlegt neyslukerfi er í bókinni þar sem tilgreindar eru hitaeiningar fjölda afurða.  Höfundurinn, Ólafur Gunnar Sæmundsson næringarfræðingur, byggir kerfi viðmiðunardaga á þessu neyslukerfi, en viðmiðunardagar fylgja flestum kaflanna og leggja línurnar um mataræði þeirra sem vilja léttast, þyngjast, ná betri árangri í íþróttum, eru sykursjúkir eða veikir fyrir hjarta, svo dæmi séu nefnd.

Uppseld.

Útgáfuár: 1999
Efnisflokkun: Bækur, Heilsa, lífstíll og forvarnir

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is