Hólabækurnar renna út

Það er gaman að segja frá því að bækurnar frá Bókaútgáfunni Hólum renna út þessa dagana.  Nýjasta afkvæmið, Dauðinn í Dumbshafi, selst grimmt og 1. prentun er uppseld (2. prentun á leiðinni).  Skagfirskar skemmtisögur stoppa ekki og 3. prentun af þeirri bráðsmellnu bók er væntanlegt eftir helgina.  Af Elfríði er 2. prentun á leið í búðirnar og þá er 3. prentun af Sigurði dýralækni skammt undan.  Þessar bækur eru í gríðarmikilli sölu og einnig Á afskekktum stað, Fjör og manndómur og Svarfaðardalsfjöll.  Þá hefur Fótboltaspilið tekið mikinn kipp að undanförnu.

Já, bækurnar frá Hólum sem og Fótboltaspilið eru að slá í gegn.

Föstudagur 9. desember 2011
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is