Sveinn í djúpum dali (ljóðalestur)

SVEINN Í DJÚPUM DALI – Um Jónas Hallgrímsson, eftir Ingibjörgu B. Frímannsdóttur og Þórð Helgason.

Listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, skipar sérstakan sess í hugum Íslendinga. Hann er eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar, fyrr og síðar, og ljóð hans og sögur munu lifa með henni um ókomna tíð.

Í þessari kennslubók, sem helguð er 200 ára fæðingarafmæli Jónasar, er brugðið upp svipmyndum úr ævi hans og skáldskap. Mörg og fjölbreytt verkefni má ennfremur finna í bókinni; sum á að vinna í hana sjálfa en önnur í stíla- eða verkefnabók. Þá eru víða settar fram vangaveltur af ýmsum toga, ætlaðar til frekari íhugunar eða umræðu. Gamli og nýi tíminn eru fléttaðir saman þar sem henta þykir; farið er úr torfbæ inn í heim tölvualdar.
Soffía Jakobsdóttir leikkona hefur lesið öll ljóðin, sem birtast í bókinni og hægt er að hlusta á upplestur hennar hér.

Veldu það ljóð Jónasar sem þú vilt hlusta á, með því að smella á nafn þess hér að neðan.

___________________________________________

Þar sem háir hólar

Dalvísa

Tvær stökur: Ég á þessi föt/Mál í fjósið

Saknaðarljóð

Sáuð þið hana systur mína

Vorið góða, grænt og hlýtt

Ad amicum (Til vinar)

Vísur Íslendinga

Ferðalok

Ég bið að heilsa!

Íslands minni

Ísland

Ásta

La belle

Óhræsið!

Heylóarvísa

Móðurást

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is