Sveinn í djúpum dali (ljóðalestur)
SVEINN Í DJÚPUM DALI – Um Jónas Hallgrímsson, eftir Ingibjörgu B. Frímannsdóttur og Þórð Helgason.
Listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, skipar sérstakan sess í hugum Íslendinga. Hann er eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar, fyrr og síðar, og ljóð hans og sögur munu lifa með henni um ókomna tíð.
Í þessari kennslubók, sem helguð er 200 ára fæðingarafmæli Jónasar, er brugðið upp svipmyndum úr ævi hans og skáldskap. Mörg og fjölbreytt verkefni má ennfremur finna í bókinni; sum á að vinna í hana sjálfa en önnur í stíla- eða verkefnabók. Þá eru víða settar fram vangaveltur af ýmsum toga, ætlaðar til frekari íhugunar eða umræðu. Gamli og nýi tíminn eru fléttaðir saman þar sem henta þykir; farið er úr torfbæ inn í heim tölvualdar.
Soffía Jakobsdóttir leikkona hefur lesið öll ljóðin, sem birtast í bókinni og hægt er að hlusta á upplestur hennar hér.
Veldu það ljóð Jónasar sem þú vilt hlusta á, með því að smella á nafn þess hér að neðan.
___________________________________________