Engeyjarætt – útgáfuhátíð

Mánudaginn 4. júlí verður haldin samkoma í Safnaðarheimili Neskirkju vegna útgáfu á Engeyjarætt.  Mikið verk er nú loksins komið á bók og þarna geta áskrifendur nálgast sitt eintak og einnig verður ritið selt þar á tilboðsverði.  Hægt verður að kaupa kaffi og meðlæti á staðnum og vonandi er að sem flestir af Engeyjarætt láti sjá sig og eigi saman notalega kvöldstund.  Útgáfuhátíðin hefst kl. 20 og stendur til 22.  Þeir sem ekki tilheyra ættinni, en hefðu hug á því að eignast bókina, eru að sjálfsögðu velkomnir.

Mánudagur 27. júní 2011
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is