Endurprentanir!

Þrír af titlum Bókaútgáfunnar Hóla hafa verið endurprentaðir eða eru á leið í endurprentun.  Glettur og gamanmál, eftir Villa á Brekku, er komin í 2. prentun og rýkur út og sama má segja um bók Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, Návígi á norðurslóðum.  Þá er von á 2. prentun af Skagfirskum skemmtisögum 2 – Meira fjör – enda hverfur upp úr nokkrum kössum á hverjum degi, svo mikið er hún pöntuð.  Þá hafa Vísnagátur, eftir Pál Jónasson í Hlíð á Langanesi, Lán í óláni, eftir Hjálmar Freysteinsson, lækni á Akureyri, og Pétrísk-íslensk orðabók, eftir séra Pétur Þorsteinsson, runnið mjög vel út. Ennfremur hefur bókin Skórnir sem breyttu heiminum, eftir skódrottninguna Hönnu Guðnýju Ottósdóttur, tekið mikinn kipp að undanförnu enda frábær bók þar á ferð – allt í senn: fræðandi, skemmtileg og falleg.

Fimmtudagur 6. desember 2012
Efnisflokkun: Fréttir og tilkynningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is