Elfríð – frá hörmungum Þýskalands til hamingjustrandar

Elfrid-kapa

Það eru engar ýkjur að segja að margt hafi drifið á daga Elfríðar Pálsdóttur á langri ævi hennar.  Hún fæddist í Þýskalandi og upplifði hörmungar stríðsáranna þar sem dauðinn beið við hvert fótmál.  Nánustu ættingjar hennar og vinir urðu fórnarlömb átakanna og hún gekk í gegnum hræðilega lífsreynslu þegar hún missti báða foreldra sína og bræður.

En þrátt fyrir margs kyns mótlæti í lífinu stendur Elfríð óbuguð og segir nú einstæða sögu sína.  Lífsgleðin og bjartsýnin, sem hún fékk í vöggugjöf, hafa án efa hjálpað henni að komast í gegnum áföllin sem hún hefur orðið fyrir.  Hún kom til Íslands árið 1949 og fór sem vinnukona á Siglunes við Siglufjörð.  Þar kynntist hún sveitapilti, Erlendi Magnússyni.  Þau felldu hugi saman og hafa verið gift í 60 ár.

Það var ekki auðvelt fyrir unga stúlku, sem kom úr erlendri stórborg, að sætta sig við þær aðstæður sem voru víða til sveita um miðja síðustu öld.  En Elfríð vildi gleyma sorgum og raunum sem hún upplifði í heimalandi sínu og hamingjuna fann hún við ströndina og öðlaðist sálarheill.  Þau hjónin, Elfríð og Erlendur, bjuggu fyrst á Siglunesi en síðan í rúman aldarfjórðung á Dalatanga þar sem þau gegndu störfum vitavarða.

Það var Elfríði mikil raun að rifja upp æskuár sín í Þýskalandi.  Lesendur þessarar bókar munu vafalítið skilja af hverju svo var.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Útgáfuár: 2011
Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar, Bækur

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is