Döggslóð í grasi
Þingeyingurinn Kristbjörg Freydís Steingrímsdóttir, höfundur ljóðabókarinnar Döggslóð í grasi, ólst upp við ljóða- og vísnagerð en fékkst lítið við þá iðju sjálf fyrr en eftir fertugt. Kveðskapur hennar varð til í dagsins önn, kannski hripað brot og brot aftan á umslög eða aðra blaðsnepla. Hún hefur einstaklega góð tök á íslensku máli og hafa ljóð eftir hana birst í blöðum og safnritum.
Þessi bók geymir brot af gullfallegum ljóðum Kristbjargar og smellnum lausavísum.
Leiðbeinandi verð: 3.480-.
Útgáfuár: 2019