
Ævintýri Nonna: Á Skipalóni
Útgáfuár: 2003
Æsispennandi Nonna-ævintýra þar sem barist er upp á líf og dauða við glorhungraða og grimma ísbirni.
Uppseld.
Bestu barnabrandararnir – sjúklega fyndnir
Útgáfuár: 2003
Þær gerast ekki skemmtilegri en bækurnar í þessum bókaflokki (Bestu barnabrandararnir) og þessi er þar engin undantekning.
Uppseld.
Spurningabókin 2003
Útgáfuár: 2003
Hér eru spurningar við allra hæfi; spurt er um vonda menn og góða, heimspekinga og listamenn og fleiri til.
Uppseld.
Ævintýri Nonna: Nonni og Manni fara á sjó
Útgáfuár: 2002
Eitt af hinum mögnuðu ævintýrum úr smiðju Nonna, Jóns Sveinssonar. Bræðurnir Nonni og Manni reyna að tæla fiskana upp úr sjónum en lenda í þoku og hvalavöðu og eru hætt komnir. Bráðskemmtileg og spennandi bók fyrir börn og unglinga sem og fullorðna.
Uppseld.
Spurningabókin 2002
Útgáfuár: 2002
Bókin sem veitir í senn skemmtun og fræðslu. Spurningar við allra hæfi og sígildar gátur um allt milli himins og jarðar.
Uppseld.
Bestu barnabrandararnir – mega bögg
Útgáfuár: 2002
Þessi bók kitlar hláturtaugarnar eins og við mátti búast.
Uppseld.
Ævintýraheimar
Útgáfuár: 2002
Ævintýri frá sex löndum sem heillað hafa börn um allan heim og fært þeim ljúfa drauma. Fallegar myndir hjálpa yngstu lesendunum að skilja ævintýrin um Mjallhvíti, Þyrnirós og fleiri sem hér er að finna í einstaklega fallegri bók.
Uppseld.
Mamma Mö rennir sér á sleða
Útgáfuár: 2002
Mamma Mö hefur farið sigurför um Norðurlönd og nú kemur hún til Íslands og hefur heillað börn og fullorðna og var þegar valin bók mánaðarins á bókmenntavef Borgarbókasafnsins. Kýrin Mamma Mö er engri lík og myndir Sven Nordqvist eru vafalítið með þeim skemmtilegri sem birst hafa í barnabók til þessa.
Uppseld.
Bestu barnabrandararnir – algjört æði
Útgáfuár: 2001
Grín og gaman út í gegn, einstakt meðal gegn leiðindum og fúllyndi.
Uppseld.
Gilitrutt
Útgáfuár: 2001
Gamla, góða ævintýrið um Gilitrutt með glæsilegum myndskreytingum Kristins G. Jóhannssonar er afar heillandi til lesturs og jafnframt einstakt augnakonfekt, þótt ekki sé hún fríð, blessunin.
Uppseld.