Nýjasta útgáfa Hóla



Saga Ljósmæðrafélags Íslands og ljósmæðratal

Gleðilegt ár!

Fyrsta bók ársins hjá Bókaútgáfunni Hólum er komin út. Um er að ræða bókina Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár, sem bæði er saga þess og ljósmæðratal frá 1984-2019, en áður var komið út stéttartal ljósmæðra fyrir árin fram að 1983.

Fimmtudagur 7. janúar 2021

Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár

Ljosmaedur

Ljósmæðrafélag Íslands var stofnað árið 1919. Í þessari bók er saga félagsins rakin í máli og myndum allt frá þeim tíma til okkar daga. Þá er hér einnig að finna ljósmæðratal fyrir útskrifaðar ljósmæður á árunum 1984-2019, auk nokkurra sem útskrifuðust fyrr, en áður var komið út stéttartal ljósmæðra og náði það fram til útskriftar 1983.

Leiðbeinandi verð: 14.980-.

Útgáfuár: 2021

Jólakveðja

Ágætu Íslendingar! Bókaútgáfan Hólar sendir landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur og þakkar fyrir samstarfið – og góðar viðtökur Hólabóka – á árinu sem er að líða. Munum að ganga hægt um gleðinnar dyr að þessu sinni því nú er það „jákvætt að vera neikvæður!“. Lifið heil!

Sunnudagur 20. desember 2020

Jóla-Hóla-bækurnar 2020

Jæja, þá eru allar Hólabækur ársins komnar út og fást í öllum bókaverslunum og víða í stórmörkuðum. Einnig má alltaf panta þær hjá bókaútgáfunni sjálfri í netfanginu holar@holabok.is

Mánudagur 16. nóvember 2020

Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin

Íslensku fuglarnirÍ þessari bók, sem er afrakstur 25 ára heimildasöfnunar, eru teknir til skoðunar allir íslenskir, reglubundnir varpfuglar, í hérlendri og erlendri þjóðtrú. Auk þess eru birt ljóð og annað forvitnilegt efni sem þeim tengist, að ógleymdum ríflega 1000 alþýðuheitum. Jafnframt er hérað finna vel á þriðja hundrað mynda, sem og útbreiðslukort hverrar tegundar fyrir sig.

• Íslensk þjóðtrú hefur ýmislegt af keldusvíninu að segja. Vegna undarlegra hátta sinna var það talið mikil furðuskepna, jafnvel yfirnáttúruleg, hálfur ormur og í beinu sambandi við þann í neðra. Þess vegna sóttust galdramenn líka mjög eftir að komast í tæri við það og nota við kukl sitt.

• Á Horni í Sléttuhreppi boðaði það rigningu, ef lómurinn stóð á öðrum fæti og skrækti.

• Þegar haftyrðillinn var að finnast rekinn á land í stórum hópum áður fyrr, ímynduðu menn
sér að þetta væri undrafyglið halkíon, en samkvæmt grískum sögnum átti það að vera með
hreiður sitt úti á rúmsjó.

• Jónas Jónasson frá Hrafnagili nefnir forn ráð við gulu. Eitt var það að hræra arnarheila út í
þremur mörkum af víni og drekka svo. Annað, að drekka vatn af arnarkló og „pissa strax í
eld“.

• Í Heklu átti að vera bústaður hrafna með glóandi klær og nef úr járni.

• Vegna smæðar, litar og atferlis, eða með öðrum orðum vegna þess hversu jarðbundinn hann
er og gjarn á að skjótast í felur í holum og gjótum eða þéttu kjarri, í stað þess að bjarga sér á
flugi, var músarrindillinn löngum talinn skyldari mús en fugli.

Leiðbeinandi verð: 12.980-.

Útgáfuár: 2020

Látra-Björg

Látra-BjörgLátra-Björg (1716-1784), kraftaskáld, sjómaður, flökkukona – goðsögn í lifanda lífi og ráðgáta eftir að hún lést á vergangi í Móðuharðindunum. Samtíðarmenn hennar óttuðust hana. Með kvæðum sínum var hún sögð geta flutt til fjöll, laðað að sér fisk og deytt menn eða fært þeim gæfu.

Í þessari bók eru saman komin öll helstu kvæði Látra-Bjargar og um leið skýringar Helga Jónssonar frá Þverá í Dalsmynni og samantekt hans á æviferli hennar, en Helgi var einhver dularfyllsti rithöfundur Íslandssögunnar.

Í sérstökum viðauka er svo að finna Látrabréfið sem líkur eru á að sé eini varðveitti prósatextinn eftir Látra-Björgu, einhver kynngimagnaðasti orðagaldur sem um getur, sagður hafa fundist á skemmuvegg á Látrum árið 1740.

Leiðbeinandi verð: 5.780-.

Útgáfuár: 2020

Fimmaurabrandarar 2

Fimmaurabandarar 2Getur feitt fólk fylgst grannt með fréttum?

Laddi er – án gríns – ekkert fyndinn.

Ég keypti klósettbursta fyrir viku síðan … en er nú búinn að skipta aftur yfir í klósettpappír.

Ég var á leiðinni í búðina, svo konan bað mig um að setja tómatsósu á innkaupalistann … og nú get ég ekki lesið neitt á honum,.

Hvað kallast lúsmý sem treðst framfyrir? Skjúsmý!

Í hvers konar fötum gengur starfsfólk Sorpu? Í ruslafötum.

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem gleður hvert einasta mannshjarta.

Leiðbeinandi verð: 2.380-.

Útgáfuár: 2020

Málörvun – Að læra málið strik fyrir strik

malorvun_kapa.inddHér er á ferðinni stórskemmtilegt teikniverkefni sem hentar vel inn á öll skólastig og þjálfar orðaforða, hlustun, rökhugsun, nákvæmni og fleira til. Það byggir á því að kennari og nemandi/nemendur teikna saman, kennari þó alltaf á undan. Hver mynd er brotin niður í frumeiningar og kennarinn útskýrir á einfaldan en skýran hátt hlutverk eininganna ásamt því að leita jafnframt eftir rökfræðilegum ályktunum. Segja má að bókin henti til kennslu elstu börnum á leikskóla og þeim yngstu í grunnskóla, auk þess nemendum með ýmis frávik, s.s. einstaklingum með heyrnarskerðingu, þroskahömlun, tal- og málþroskaröskun, einhverfu, ofvirkni, athyglisbrest og/eða einbeitingarskort og tvítyngi. Bókin hefur verið tilraunakennd af grunn- og leikskólakennurum, einnig af þroskaþjálfa, og mælist afar vel fyrir. Umsagnir þeirra er m.a. að finna í bókinni.

Rétt er að taka fram að bókin er gormuð og eykur það notagildi hennar til muna. Hún er í A-4 broti og 220 blaðsíður að lengd.

Leiðbeinandi verð: 8.480-.

Útgáfuár: 2020

140 vísnagátur

140_visnagatur_kapa.inddPáll Jónasson frá Hlíð á Langanesi hefur getið sér gott orð sem vísna-þrauta-smiður og er þetta þriðja bók hans í þannig dúr. Í hverri vísu leynist lausnarorð og það er frábær skemmtun og heilaleikfimi að finna út hvert það er. Þessi bók hentar öllum og alls staðar.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Útgáfuár: 2020

Spurningabókin 2020

kapa_spurn_20.inddHvað ætlar glaðasti hundur í heimi, sem Friðrik Dór syngur um, að gera við beinið sem lífið henti í hann? Hvað eru margir reitir á bingóspjaldi? Hvert er íslenska heitið yfir Halloween? Hvaða náttúrufyrirbrigði er stundum kallað „bláa gullið“? Hvaða dýr er svarta ekkjan?

Þetta og margt fleira til i þessari bráðskemmtilegu bók sem ætti að vera til á öllum heimilum.

Leiðbeinandi verð: 1.690-.

Útgáfuár: 2020
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is