
Nýjasta útgáfa Hóla
Bændatal og byggðaröskun
Meginefni þessarar bókar eru bændatöl tveggja jarða í Mjóafirði, Brekku og Dala, í þrjú hundruð ár, eða frá 1700 til 2000. Þá fléttast hér saman við sú byggðaröskun sem orðið hefur í áranna rás og breytt ásýnd fjarðarins.
Þetta er tuttugasta bókin eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku (meðhöfundur hans að þessu sinni er Sigurður Helgason frá Grund, en hann lést fyrir tæpri hálfri öld og byggir bókin að hluta til á þeim gögnum sem hann lét eftir sig), en um það leyti sem hún kom út fagnaði hann 95 ára afmæli sínu.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009
Kafbátasagan
KAFBÁTASAGAN, eftir Örnólf Thorlacius, rekur sögu þeirrar tækni sem menn hafa notað til lengri og dýpri köfunar. Eins og öllum er kunnugt þá hafa kafbátar einkum verið hannaðir til að eyða mönnum og mannvirkjum í stríði. Saga tveggja heimsstyrjalda á tuttugustu öld ber því vitni hve afkastamiklir kafbátarnir hafa verið á þessu sviði.
Saga kafbátanna er samt ekki samfelld stríðssaga. Þegar kom fram á síðustu öld var farið að smíða og gera út sérhannaða kafbáta og önnur köfunartól til rannsókna á hafdjúpunum, sem að margra mati eru þó lakar þekkt en yfirborð tunglsins.
Þetta og margt fleira í þessari einsöku bók.
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009Haukur á Röðli
Í bókinni segir Haukur Pálsson á Röðli í Austur-Húnavatnssýslu frá ævintýralegu lífshlaupi sínu. Hér er að finna ótrúlegar bernskulýsingar sérstæðs Húnvetnings sem hefur fengið að smakka á ýmsu í lífinu. Hann missti ungur foreldra sína og fékk að kynnast lífsbaráttunni í stórum hópi systkina á kreppuárunum. Sagt er frá stríðsárunum, lífreið undan fallbyssukúlum bandamanna, dvöl í Hólaskóla þar sem margt var brallað, hvernig hann falsaði sitt eigið kennsluvottorð til bílprófs (hann varð síðar ökukennari til margra ára!) og ók inn í skólann á amerískum Farmalltraktor. Ennfremur segir Haukur frá starfi sínu sem bóndi, vélamaður, gorkarl og skemmtikraftur og lýsir samferðarmönnum sínum og nágrönnum á óborganlegan hátt.
Birgitta H. Halldórsdóttir skráir lífshlaup Hauks á Röðli.
Leiðbeinandi verð: 4.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009Auschwitz
Í Auschwitz var framinn mesti glæpur sögunnar. Þessi bók, sem á köflum birtir óhugnanlegar lýsingar á því sem þar gerðist, færir okkur heim sanninn um það, en hún byggir bæði á viðtölum við nasistahrottana og það fólk sem lifði helförina af.
Uppseld.
Útgáfuár: 2008