Nýjasta útgáfa Hóla



Bestu barnabrandararnir – brjálæðislega góðir

Bestu barnabrandararnir 2010-kápaBestu barnabrandararnir eru stútfullir af gríni sem kemur öllum í gott skap.  Bókin hentar vel í einrúmi, en einnig í fölmenni og hvernig væri að þeir sem troða upp hér og þar gripu hana með sér og læsu upp einn og einn brandara fyrir viðstadda.  Það myndi örugglega ekki spilla gleðinni.

Leiðbeinandi verð: 1.1.90-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Spurningabókin 2010

spurningabok 2010-kapaHvaða fuglar voru áður mikið notaðir til bréfasendinga? Á hvers konar trjám vaxa kókoshnetur? Að hverjum leitaði Sveppi?  Hvaða víðförli, íslenski knattspyrnumaður er kallaður Herminator? Til hvaða lands er ólympíueldurinn sóttur.  Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem nota má nánst hvar og hvenær sem er.

Leiðbeinandi verð: 1.190-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Heilsubók í heimsklassa!

ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ BORÐAR

Bókaútgáfan Hólar hefur nú endurútgefið hina vinsælu bók dr. Gillian Mckeith, ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ BORÐAR, en mikil eftirspurn hefur verið eftir bókinni á undanförnum misserum.  Þessi bók hefur hjálpað mörgum til betra lífs og ekki einungis þeim sem þurfa og vilja létta sig.  Þetta er bók fyrir alla, konur og karla, grannt fólk og feitt og allt þar á milli.

Miðvikudagur 8. september 2010

Þú ert það sem þú borðar – endurútgáfa

Þú ert það sem þú borðarNú er hún loksins fáanleg aftur, metsölubókin ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ BORÐAR, en hún breytt hefur lífi fjölmargra til hins betra.  Og þetta er ekki bara bók fyrir þá sem þurfa og vilja grennast, heldur er hún fyrir alla sem vilja öðlast betri líðan.

Leiðbeinandi verð: 4.790-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010

Samstarf á Austurlandi

Samstarf ‡ AusturlandiÍ fyrri hluta þessarar bókar er fjallað um Fjórðungsþing Austfirðinga 1943-1964, en í þeim síðari um arftaka þess, Sambands sveitarfélaga á Austurland 1966-2006.  Fjallað er um baráttu austfirskra sveitarstjórnarmanna fyrir betra mannlífi í fjórðungnum og fölmörg mál eru hér í brennidepli, s.s. atvinnumál, raforkumál, mennta- og menningarmál, heilbrigðismál og samgöngumál.

Svæðisbundnu samstarfi sveitarstjórnarmanna á Íslandi hefur aldrei áður verið gerð jafnítarleg skil og í þessu riti.  Því ættu engir áhugamenn um sveitarstjórnarmál að láta það framhjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Útgáfuár: 2010

Útgáfuhátíð vegna Fjallaþyts

Þann 13. júlí nk. kemur út bókin FJALLAÞYTUR-úrval úr ljóðum Hákonar Aðalsteinssonar.  Þann dag hefði hann orðið 75 ára, en hann lést í mars 2009.  Í tilefni af útgáfu bókarinnar verður þennan dag efnt til útgáfuhátíðar á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal þar sem gestum býðst meðal annars að sitja í Hákonarstofu og hlýða á ýmsa áheyrilega sögumenn, auk þess sem hagyrðingar munu skemmta viðstöddum.  Hátíðin hefst klukkan 20:00 og eru allir velkomnir.

Þriðjudagur 6. júlí 2010

Jón Bö látinn

Á páskadag lést sagnameistarinn og skólamaðurinn Jón Böðvarsson, en hann átti þá aðeins örfáar vikur eftir í áttrætt.  Hann skilur eftir sig stór spor vegna starfa sinna að mennta- og menningarmálum; ekki hvað síst fyrir það að hafa glætt áhuga manna á íslensku fornsögunum.

Fyrir jólin síðustu gaf Bókaútgáfan Hólar út viðtalsbók við Jón, Sá á skjöld hvítan.  Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður og rithöfundur, skrifaði bókina og er þar margt skemmtilegt og fróðlegt að finna.

Bókaútgáfafn Hólar þakkar Jóni Böðvarssyni samstarfið við gerð og útgáfu bókarinnar.

Sunnudagur 11. apríl 2010

Vinningshafinn í sjöttu spurningalotu Hóla

Óskar Sölvason hlaut vinninginn í sjöttu spurningalotu Bókaútgáfunnar Hóla og valdi hann sér bókina SÁ Á SKJÖLD HVÍTAN-VIÐSTALSBÓK VIÐ JÓN BÖÐVARSSON, sem Guðrún Guðlaugsdóttir skráði.  Þetta er hressileg bók um þennan mikla sagnamann og ættu fjölmargir að geta haft af henni bæði fróðleik og skemmtun.

Og nú er síðasta lotan í JÓLASPURNINGALEIK Bókaútgáfunnar Hóla hafin og er spurningarnar að finna á heimasíðu útgáfunnar, holabok.is  Vinningurinn er sem fyrr ein af bókum Hóla og það að eigin vali en auk þess gjafakort fyrir tvo í Borgarleikhúsið.  Og þá er bara að skella sér í leikinn og vona það besta.

Bókaútgáfan Hólar óskar svo landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar um leið fyrir góðar móttökur á bókum útgáfunnar, bæði nú og fyrr.

Mánudagur 14. desember 2009

Vinningshafinn í fimmtu spurningalotu Hóla

Bryndís Tinna Hugadóttir hreppti vinninginn í fimmtu spurningalotu Bókaútgáfunnar Hóla og fær hún að launum þá bók sem hún valdi sér, BESTU BARNABRANDARARNIR-FERLEGA FYNDNIR.  Hún verður örugglega ekki fyrir vonbrigðum með þessa bók, enda hentar hún fyrir allan aldur og nánast hvar og hvenær sem er.  Því miður hefur okkur ekki tekist að senda póst á Bryndísi og því biðjum við hana um að hafaf samband í netfangið holar@holabok.is og gefa þar upp heimilisfang sitt.

Og nú er sjötta lotan í JÓLASPURNINGALEIK Bókaútgáfunnar Hóla hafin og endilega takið þátt, það kostar ekkert og bara hægt að græða á því!

Mánudagur 7. desember 2009

Útgáfuteiti

Miðvikudaginn 2. desember verður haldið útgáfuteiti í Eymundsson, Sólavörðustíg, vegna útkomu bókanna SÁ Á SKJÖLD HVÍTAN-VIÐTALSBÓK VIÐ JÓN BÖÐVARSSON, eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur, og MILLI MJALTA OG MESSU, eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur.   Teitið hefst klukkan 17 og þar verður lesið úr bókunum og þær áritaðar fyrir þá sem vilja.

Boðið verður upp á kaffi, konfekt, kristal og kók.

Laugardagur 28. nóvember 2009
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is