Nýjasta útgáfa Hóla



Sir Alex – heillaóskalisti

Í byrjun nóvember kemur út bókin SIR ALEX – hinn magnaði Ferguson-tími hjá Manchester United 1986-2013.  Í henni er rakin saga þessa stórkostlega kafla í sögu félagsins og farið ofan í saumana á býsna mörgu sem þá gerðist.

Aftast í bókinni verður Heillaóskaskrá (List of Honour) – til heiðurs Sir Alex Ferguson.  Þar geta stuðningsmen Manchester United á Íslandi og aðrir knattspyrnuáhugamenn fengið nafnið sitt skráð gegn því að gerast áskrifendur að bókinni.  Bókin, vonandi með fjölmörgum nöfnum, verður síðan afhent Sir Alex Ferguson.  Verð bókarinnar verður 5.980- og hægt er að gerast áskrifandi (áskriftina þarf að greiða fyrirfram) að henni í netfanginu holar@holabok.is

Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson en hann hefur skrifað fjölmargar vinsælar knattspyrnubækur og er auk þess höfundur hins bráðskemmtilega Fótboltaspils.

Sunnudagur 15. september 2013

Skriðdæla

skriðdæla-fors-skjaÍ þessari glæsilegu og fróðlegu bók kennir margra grasa um Skriðdal og ábúendur þar í gegnum tíðina.  Má þar nefna sveitarlýsingu, örnefni, ábúendatal, veðurfarsyfirlit og sögur af mönnum og málefnum.  Hægt er að fylgja þróun verslunar, samgangna og þjónustu við Skriðdælinga fyrr á tímum ásamt breytingum á sveitasamfélaginu.

Þessa bók lætur enginn áhugamaður um þjóðlegan fróðleik fram hjá sér fara og heldur ekki þeir sem tengjast Skriðdal á einn eða annan máta.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2013

Fyrirmyndir-stutt sjálfsævisaga Bjarna E. Guðleifssonar

fyrirmyndir_forsidaÞetta er vafalítið óvenjulegasta ævisagan sem um getur.  Höfundurinn Bjarni E. Guðleifsson, náttúrufræðingur á Möðruvöllum í Hörgárdal, setur sjálfan sig ekki í öndvegi heldur fjallar hann um þá einstaklinga sem hann hefur mætt á lífsleiðinni og hafa gert hann að þeim manni sem hann er.

Leiðbeinandi verð: 1.500-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2013

Einn fimmaura!

-Veistu hvað Magnús gamli gerði þegar hann missti konuna sína?

-Nei.

-Hann tók hana upp aftur.

Miðvikudagur 29. maí 2013

Eigi víkja

Eigi víkja_kápa

Í þessu riti, Jóns Sigurðssonar fyrrum rektors Samvinnuháskólans á Bifröst og ráðherra, er fjallað um mörg viðfangsefni. Meðal annars: Hverjar eru forsendur íslenskrar þjóðvitundar og þjóðerniskenndar? Hvenær litu Íslendingar fyrst á sjálfa sig sem þjóð? Hvernig myndast þjóðir í Evrópu? Hvað eru þjóð og þjóðerni? Hver var þjóðmálastefna og verkefnaskrá Jóns forseta? Hver er hlutur Johanns Gottfried von Herder í sögu Íslendinga? Hverju máli skiptir Nikolaj Frederik Severin Grundtvig í sögu Íslendinga? Hvert var hlutverk Þórhalls Bjarnarsonar í sögu Íslendinga? Hvernig má skilgreina íslenskt þjóðerni? Hvernig má skilgreina þjóðhyggju og þjóðernisstefnu? Er þjóðmálastefna falin í kvæðinu um Dísu í dalakofanum? Og:  Hverjar eru samfélagsforsendur Bjarts í Sumarhúsum?

Enginn áhugamaður um sögu Íslands og Íslendinga lætur þessa bók framhjá sér.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2013

Metsölubók!

Það er gaman að segja frá því að bók Sigga á Háeyri um gosið í Heimaey, Undir hraun, varð í efsta sæti á vinsældarlista Eymundsson-búðanna yfir seldar bækur á tímabilinu 22.01.-29.01.  Sannarlega glæsilegt, en viðtökur bókarinnar hafa verið mjög góðar og ber að þakka fyrir það.

Fimmtudagur 31. janúar 2013

Undir hraun

Undir hraun kápa

Í ár eru 40 ár liðin frá gosinu í Heimaey og er þessi frásögn lítið innlegg í minningasjóð þeirra atburða sem Eyjamenn upplifðu í þessum stórkostlegu náttúruhamförum.  Í bókinni er dregin upp raunsæ og mannleg mynd af gosinu í máli og myndum.  Um er að ræða endurminningar Sigurðar Guðmundssonar eða Sigga á Háeyri eins og hann er oftast kallaður en hann upplifði það ásamt fjölskyldu sinni að missa heimili sitt í gosinu eins og svo fjölmargir aðrir Eyjamenn.

Vestmannaeyjar voru kyrrlát eyja þar sem allt gekk sinn vanagang og lífið gekk meðal annars út á að stofna fjölskyldu og koma yfir sig þaki.  Á einni nóttu, nánar tiltekið 23. janúar 1973, breyttist allt.  Bókin segir frá gosnóttinni, flóttanum til meginlandsins og því risavaxna björgunarstarfi sem átti sér stað.  Lesandinn fær einstaka innsýn í lífið í Eyjum, hvernig fólk sýndi ótrúleg viðbrögð, stillingu og æðruleysi við afar sérstæðar aðstæður á miklum umbrota- og óvissutímum.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2013

Jólakveðja

Bókaútgáfan Hólar óskar samstarfsaðilum sínum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar fyrir frábærar viðtökur á þeim bókum sem hún gaf út á árinu sem er að líða.

Mánudagur 24. desember 2012

Kynningarmyndband og upplestur úr Návígi á norðurslóðum

Á eftirfarandi slóð er hægt að horfa og hlusta á Magnús Þór Hafsteinsson kynna bók sína Návígi á norðurslóðum: https://vimeo.com/55041316 Þarna má finna magnaðar myndaklippur.  Þá er hægt að hlusta á Magnús Þór lesa upp úr bókinni á slóðinni:  https://soundcloud.com/magnusthor/magn-s-r-les-kafla-r-b-k-sinni.

Laugardagur 8. desember 2012

Endurprentanir!

Þrír af titlum Bókaútgáfunnar Hóla hafa verið endurprentaðir eða eru á leið í endurprentun.  Glettur og gamanmál, eftir Villa á Brekku, er komin í 2. prentun og rýkur út og sama má segja um bók Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, Návígi á norðurslóðum.  Þá er von á 2. prentun af Skagfirskum skemmtisögum 2 – Meira fjör – enda hverfur upp úr nokkrum kössum á hverjum degi, svo mikið er hún pöntuð.  Þá hafa Vísnagátur, eftir Pál Jónasson í Hlíð á Langanesi, Lán í óláni, eftir Hjálmar Freysteinsson, lækni á Akureyri, og Pétrísk-íslensk orðabók, eftir séra Pétur Þorsteinsson, runnið mjög vel út. Ennfremur hefur bókin Skórnir sem breyttu heiminum, eftir skódrottninguna Hönnu Guðnýju Ottósdóttur, tekið mikinn kipp að undanförnu enda frábær bók þar á ferð – allt í senn: fræðandi, skemmtileg og falleg.

Fimmtudagur 6. desember 2012
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is