Nýjasta útgáfa Hóla



100 ára saga Kaupfélags Héraðsbúa

kapa-KHB-fors

Kaupfélag Héraðsbúa, sem stofnað var árið 1909, á sér merka sögu. Það var á löngu tímabili burðarás í austfirsku atvinnulífi með mikla starfsemi bæði á Héraði og niðri á fjörðum en með breyttum viðskiptaháttum og samfélagsþróun í lok 20. aldar tók að fjara undan því. Hér rekur Jón Kristjánsson, fyrrum ráðherra,  aldarsögu þessa merkilega samvinnufélags og tekur ýmsa króka til að gera frásögnina jafnt skemmtilega sem fræðandi.

Leiðbeinandi verð: 7.980-.

Útgáfuár: 2013

Stuð í Súlnasalnum

Gullin ský er heiti á ævisögu söngkonunnar vinsælu, Helenu Eyjólfsdóttur.  Í tilefni af útkomu hennar mun Helena á laugardagskvöldið næstkomandi stíg á svið ásamt stórhljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu og rifja þar upp glæstan söngferil sinn í tali og tónum.  Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og síðan verður ball á eftir.  Bók hennar verður til sölu á staðnum og því geta menn sótt bæði næringu til sálar og líkama í Súlnasalinn á laugardagskvöldið.

Þriðjudagur 5. nóvember 2013

Ótrúlegt en satt!

Það er erfitt að trúa því, en þar sem kirkjubækur á Jökuldal ljúga ekki þá liggur það ljóst fyrir að hagyrðingurinn og kennarinn, Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, verður sjötugur þann 15. janúar næstkomandi.  Af því tilefni hafa vinir hans og velunnarar ákveðið að gefa út vandað afmælisrit honum til heiðurs.  Það verður að stærstum hluta byggt á úrvali úr ljóðum hans, allt frá grafalvarlegum kveðskap yfir í gamansaman.

Aftast í ritinu verður heillaóskaskrá.  Þar geta þeir sem gerast áskrifendur að því fengið nafnið sitt birt og um leið sent afmælisbarninu kveðju. Verð þess er kr. 5.480- og er sendingargjald innifalið. Hægt er að panta bókina í síma 557-5270 og í netfanginu holar@holabok.is en útgefandi hennar er Bókaútgáfan Hólar.

F.h. ritnefndar

Þórður Helgason

Sigurður Sigurðarson

Bjarki Karlsson

Fimmtudagur 31. október 2013

Einn léttur!

Vitringarnir þrír komu inn í fjárhús þar sem María og Jósef stóðu yfir jötunni þar sem nýfætt barn þeirra lá í reifum. Einn vitringanna var frekar hár í loftinu og var svo óheppinn að reka höfuðið harkalega upp í loftið. Hann greip um höfuð sér og hrópaði upp yfir sig:

„JESÚS KRISTUR!“

Þá hvíslaði Jósef að Maríu:

„Skrifaðu þetta niður, þetta er svo miklu flottara en Haraldur.“

Föstudagur 25. október 2013

Gullin ský – ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur

Í tilefni af útkomu æviminninga sinna heldur Helena Eyjólfsdóttir ferilstónleika á Græna hattinum á Akureyri næstkomandi laugardagskvöld.  Hún endurtekur svo leikinn syðra í Súlnasal Hótel Sögu þann 9. nóvember. Allir aðdáendur íslenskrar dægurtónlistar láta að sjálfsögðu sjá sig á tónleikunum og lesa bókina svo á eftir.

Föstudagur 25. október 2013

Villi á Brekku er engum líkur

Á morgun, fimmtudaginn 24. október, kemur úr prentsmiðju bókin Allt upp á borðið, eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði.  Hann er 99 ára að aldri og allra Íslendinga elstur til að senda frá sér bók.  Og það sem meira er: Þetta er ekki síðasta bókin úr smiðju hans.

Miðvikudagur 23. október 2013

Allt upp á borðið

Allt upp á borðið -kápa

Sagnameistarinn Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku rifjar hér upp bernsku sína og gerir upp þingmanns- og ráðherraferil sinn í stuttu máli.  Þá fjallar hann um Seyðisfjörð og Seyðfirðinga og ekki síst það góða og göfuga starf sem unnið er á heilbrigðisstofnuninni þar í þágu þeirra sem glíma við minnistap.

Leiðbeinandi verð: 4.680-.

Útgáfuár: 2013

Gullin ský – ævisaga Helenu Eyjólfsdóttur

Helena_bókarkápa_ruslSöngkonan vinsæla, Helena Eyjólfsdóttir, segir hér frá lífi sínu í gleði og sorg; lífinu í Reykjavík á uppvaxtarárunum, föðurmissi, dvöl á Silungapolli, fjölskyldulíifinu og glímu eiginmanns hennar, Finns Eydal, við lyfjafíkn og síðar krabbamein og nýrnabilun. En rauði þráðurinn er dægurlagasöngurinn þar sem Helena var hvað þekktust fyrir söng í Hljómsveit Ingimars Eydal. Sautján ára gamalli var henni boðið að syngja í Bandaríkjunum, Skandinavíu og á meginlandi Evrópu. En hún kaus að hafna frægð og fram í útlöndum og skemmta Íslendingum. Það hefur hún nú gert í um sextíu ár.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Útgáfuár: 2013

Bestu barnabrandararnir-skothelt stuð

forsida_brandÞetta er átjánda bókin í þessum geysivinsæla bókaflokki.  Brjálæðislega fyndnar sögur sem koma öllum i gott skap, jafnt ungum sem öldnum og ættu að vera til alls staðar.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2013

Spurningabókin 2013

forsida_spurn_13Í hvaða landi fæddist handboltakappinn Alexander Petersson?

Hvaða kuldalega nafn ber kvikmynd Reynis Lyngdals sem frumsýnd var í september 2012?

Hvar stóð Vilborg Arna Gissurardóttir að kvöldi 17. janúar 2013 eftir 60 daga ferðalag?

Hver af strumpunum eyðir tíma sínum aðallega í það að sofa?

Hvað eru mörg núll í einum milljarði?

Þessar spurningar og margar fleiri í þessari frábæru bók sem hægt er að nýta sér í skólanum, heima, á ferðalagi og raunar hvar sem er.

Leiðbeinandi verð: 1.290-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2013
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is