Nýjasta útgáfa Hóla



Talandinn – Er hann í lagi?

Talandinn.jpeg

Ertu með hæsi án kvefs, ræskingaþörf, raddbresti, kökktilfinningu í hálsi og raddþreytu? Ertu hætt/ur að geta sungið? Hvað þarftu að gera til að fanga hlustunarlöngun? Þarftu oft að endurtaka það sem þú segir? Veistu stöðu talfæra við myndun talhljóða? Gætir þú sagt einstaklingi til um hvernig hann á að mynda talhljóð?  Er einstaklingur með framburðargalla? Á hverju byggist skýr framsetning máli?

Í þessari bók sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi má finna svör við hvað getur farið úrskeiðis í rödd, framburði og framsetningu máls. Bókin varpar á einfaldan, skýran og myndrænan hátt ljósi á þá flóknu líkamsstarfsemi sem myndar rödd og framburð. í henni má finna sjálfskoðunarlista svo fólk geti metið ástand eigin raddar. Æfingar til að ná burtu þreytu og/eða stirðleika í tal- og raddfærum. Röntgenmyndir af stöðu talfæra og einfaldar líffræðimyndir.

Leiðbeinandi verð: 4.680-.

 

 

Útgáfuár: 2018

Laggó! Gamansögur af íslenskum sjómönnum

Laggó! jpeg

Í þessari bók er talað tæpitungulaust og jafnt tenntir sem tannlausir fara hér á kostum.

Lási kokkur „hefur vaðið fyrir ofan sig“. Ingvi Mór heldur ekki framhjá. Siggi Nobb mokar kolum í myrkri og Gísli Bergs biður um samband við sjálfan sig. Oddur spekingur hagræðir sannleikanum og Ingvi Árnason eldist hægt. Þórhallur Þorvaldsson er í sumarfríi og Guðni Ölversson borgar ekki leigubílinn. Ása í Bæ bráðvantar tennur og Jón Berg Halldórsson hrekkir sem aldrei fyrr. Guðmundur Halldórsson tekur hótun Árna Matt illa og Sigurður Björgvinsson er í félagi sem allt drepur. Sveinn Hjörleifsson er „næstum því alveg bláedrú“ og enskan vefst ekki fyrir Reyðfirðingnum Jónasi Jónssyni á Gunnari. Skipverjar á Drangey þurfa að bíða eftir því að stilliskrúfa gangi niður af Valla Jóns og Valborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, lýsir óþarflega frjálslega aktívíteti áhafnarmeðlima skonnortunnar Hildar. Svo fer Túlli með son til sjós og heldur um það dagbók. Sá var ekki efni í sjómann, en hins vegar rættist heldur betur úr honum á öðrum vettvangi og hefur hann skemmt okkur í mörg ár. Hver var pilturinn?

Hér koma líka við sögu: Gvendur Eyja, Jóngeir Eyrbekk, Tannhvala-Jón, Bjarni Þórðarson, Helgi á Mel í Norðfirði og Bassi, sonur hans, bræðurnir Ragnar og Gunnar Helgasynir á Siglufirði, Alfreð Steinar Rafnsson, Sævar Benónýsson, Magnús Grímsson og Bensa sailor. Eru þá sárafáir nefndir af þeim sem stíga á stokk í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 3.890-.

Útgáfuár: 2018

104 „sannar“ Þingeyskar lygasögur

Sannar ÞingeyskarHér segir m.a. frá tugthúslimum í stjórn KÞ, Heiðari bómudrelli, drulludelum í Skúlagarði, bremsulausum Lúther, Alla Geira, Lenín á Rauðatorginu, Þórhalli í fimmtugri skyrtu, The Everyhole brothers í Öxarfirði, lærleggjaspaugsemi séra Sighvats, glæpakvendi á Hjarðarhólnum og er þá fátt eitt upptalið. Þessa bók verðurðu bara að lesa.

Leiðbeinandi verð: 3.680-.

Útgáfuár: 2018

Víkingur – Sögubrot af aflaskipi og skipverjum

Togarinn Vikingur AK-100 kom nýsmíðaður frá Þýskalandi til Akraness árið 1960.  Víkingi var síðar breytt í nótaskip og var eitt aflahæsta skip íslenska flotans í áratugi. Í bókinni er fjallað um aðdragandann að smíði Víkings og rakin saga skipsins sjálf, ekki síst í gegnum skipverjana. Bókin er ríkulega myndskreytt. Togarinn Vikingur AK-100 kom nýsmíðaður frá Þýskalandi til Akraness árið 1960. Víkingi var síðar breytt í nótaskip og var eitt aflahæsta skip íslenska flotans í áratugi. Í bókinni er fjallað um aðdragandann að smíði Víkings og rakin saga skipsins sjálf, ekki síst í gegnum skipverjana. Bókin er ríkulega myndskreytt.

Leiðbeinandi verð: 5.980-.

Útgáfuár: 2018

Gleðileg jól

Bókaútgáfan Hólar færir landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og vonar að allir eigi góðar bókastundir um hátíðirnar – og auðvitað þar á eftir einnig.

Sunnudagur 24. desember 2017

Síldarvinnslan í 60 ár

SíldarvinnslanÞessi bók er gefin út í tilefni af því að 60 ár eru liðin frá stofnun Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað.  Fyrirtækið var stofnað 11. desember 1957 og í upphafi reisti það síldarverksmiðju og hóf að reka hana.  Áður en áratugur var liðinn var Síldarvinnslan orðið stærsta fyrirtækið á Austurlandi og sinnti fjölþættri fiskvinnslustarfsemi og útgerð.

Í bókinni birtast þættir úr sögu Síldarvinnslunnar. Þeir gefa ágæta mynd af þeim sviptingum sem einkennt hafa íslenskan sjávarútveg síðustu 60 árin.

Síldarvinnslan er um þessar mundir eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með starfsstöðvar á sex stöðum, auk þess sem það á hlutdeild í nokkrum fyrirtækjum, bæði hér á landi og erlendis.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Útgáfuár: 2017

Magnús Þór kynnir Vargöldina

Hér má heyra Magnús Þór Hafsteinsson kynna og lesa upp úr nýjustu bók sinni, Vargöld á vígaslóð: http://utvarpsaga.is/inc/uploads/j%C3%B3lab%C3%A6kur-10.11.17.mp3

Föstudagur 10. nóvember 2017

Alli Rúts – siglfirski braskarinn, skemmtikrafturinn og prakkarinn

Alli Rúts

Saga Alla Rúts er óvenjuleg.  Lesblindur drengur flosnar upp úr námi á Siglufirði og verður einn mesti braskarinn á Íslandi; rekur hér stærstu bílasöluna, flytur út hesta í tugatali og kemur sér í og úr vandræðum eins og honum væri borgað fyrir það.  Kannski var það líka reyndin, hver veit.

Voveiflegir atburðir verða Fljótum. Stórtækur sprúttsali útvegar mönnum guðaveigar eftir að hafa fengið sér af þeim áður. Landsþekktur danskennari fær að kenna á hrekkjum frænda síns. Jeppi er pikkfastur í Meyjarhafti. Tunnuverksmiðjan brennur. Rangur brandari er sagður á réttum stað. Bílar og hestar eru seldir og gengur stundum á ýmsu. Bankastjóri þiggur mútur. Laumast er í gervi læknis inn á gjörgæsludeildina. Þjófóttur Rúmeni heimsækir landið. Hauskúpa veldur uppþoti í tollinum. Forsætisráðherrann segir ósatt. Gjaldþrot verður og ekki bara eitt. Túristar eru vaktir með brunabjöllu og svona mætti lengi telja.

Hér er skyggnst inn í heim sem fáir þekkja til; heim Alla Rúts sem fékk ódrepandi sjálfstraust og dugnað í vöggugjöf og lætur ekkert buga sig. Hann kemur við á mörgum sviðum mannlífsins, tekur stundum dýfur, en lendir þó alltaf standandi.

Leiðbeinandi verð: 6.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2017

Magni – Æviminningar Magna Kristjánssonar skipstjóra frá Neskaupstað

MAGNI-kapa, jpegMagni Kristjánsson var árum saman skipstjóri á bátum Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Eftir að hann hætti til sjós gerðist hann hótelhaldari og verslunarmaður. Í bókinni segir frá mörgum eftirminnilegum uppákomum. Þar má nefna:

-síldarævintýri í Mjóafirði
-áflog um borð í síðutogara
-ríflega 50 daga siglingu heim frá Japan
-torkennilegan kapal á grunnslóðinni
-æsileg átök í Þorskastríðinu
-uppreisn á loðnuflotanum
-þróunarstarf á Grænhöfðaeyjum
-örnefni á hafsbotni
-eftirminnilegan fund hjá Farmanna- og fiskimannasambandinu
-sögulegar hreindýraveiðar
-sviptingar í pólitík og margt fleira.

Magni segir frá af hispursleysi og hreinskilni. Hann var mikill áhugamaður um kolmunnaveiðar, kenndi sjómönnum ýmis fræði, kom á fót söfnum í heimabyggð sinni og svo mætti lengi telja. Þá tóku Norðmenn feil á honum og sjónvarpshetju sinni, sjálfum Fleksnes, og var hann ekkert að leiðrétta þá.

Leiðbeinandi verð: 7.680-.

Útgáfuár: 2017

Hérasprettir

Hérasprettir

Héraðsmenn hafa átt góða spretti í orðum og athöfnum gegnum tíðina eins og titill bókarinnar gefur til kynna. Hér er sagt frá sérkennilegum uppákomum og ógleymanlegum tilsvörum, og aðalpersónur sagnanna eru Héraðsmenn lífs og liðnir. Í bókinni birtist einnig fjöldi vísna og kvæða af léttara taginu.

Meðal efnis:
Þráinn Jónsson selur fæðubótarefni, Ólafur á Birnufelli kynnist sardínum (borðar sardínur), meðhjálparinn í Áskirkju byrjar á öfugum enda, Spila-Bjarni tekur slag við sjálfan sig, Páll á Hallormsstað stríðir við dyntótt veðurfar, Jói Þrándur finnur stað fyrir kóngulærnar, Einar á Fljótsbakka fær sólina á móti sér, Bensi í Merki drepur í sér náttúruna, Fellamenn veiða steinbít í Lagarfljóti, og Pétur á Egilsstöðum lýsir ótrúlegri veðurblíðu á bökkum Lagarfljóts.

Hákon Aðalsteinsson er grunaður um skattsvik og grípur til vopna. (leysir vandamál tengd skattframtalinu með því að yrkja kvæði), Vilhjálmur á Skjöldólfsstöðum ákveður að aka gætilega, Jónas á Heimaseli áformar að kveða niður draug með óvenjulegum hætti (hyggst kenna alræmdum kvendraug mannasiði) (grípa til óvenjulegra aðgerða gagnvart draug sem drap fyrir honum hrút), Stebbi á Brú hlakkar til bolludagsins og Frissi í Skóghlíð fer til að kaupa kvartett (lendir í ótrúlega svartri þoku). Er þá fátt eitt talið af því sem hér ber á góma.

Og svo er spurt: Er Breiðavað næsti bær við helvíti?

Leiðbeinandi verð: 3.890-.

Útgáfuár: 2017
Eldra Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is