Nýjasta útgáfa Hóla
Dagbók Anne Frank
Dagbók Anne Frank kemur nú í fyrsta skipti út óritskoðuð á Íslandi. Allir kaflarnir, sem faðir Anne kaus að sleppa í fyrri útgáfum, eru hér með. Fyrir vikið verður til einstæð og sönn þroskasaga ungrar stúlku sem lýsir meðal annars vaxandi áhuga hennar á hinu kyninu, stríði unglingsins við foreldra sína, sérstaklega móðurina, og vaxandi einsemd táningsins í miðju fári seinni heimsstyrjaldarinnar.
Að Biblíunni undanskilinni hefur engin bók selst í fleiri eintökum en Dagbók Anne Frank.
Uppseld.
Útgáfuár: 1999Af föngum og frjálsum mönnum
Endurminningar séra Jóns Bjarman er óvenjuleg ævisaga og ein sú eftirminnilegasta sem hér hefur komið út. Sennilega hefur enginn íslenskur prestur átt jafn fjölbreytta starfsævi og hann. Í starfi sínu hefur hann gengið með glöðum, en einnig þurft að horfast í augu við sárustu þjáningar sem mannssálin getur liðið.
Séra Jón var fyrsti fangapresturinn hér á landi og á meðal brautryðjenda í starfi presta á sjúkrahúsum. Hér greinir hann frá þessu í bók sem í senn er hrífandi og nöturleg.
Uppseld.
Útgáfuár: 1999Aldarreið
Aldarreið er saga Hestamannafélagsins Hrings en um leið saga hestamennsku í Svarfaðardal og Dalvík á 20. öld. Bókina prýða um 170 ljósmyndir af hestum og hestamönnum.
Uppseld.
Útgáfuár: 1999Lífsþróttur
Ertu í stöðugri baráttu við aukakílóin? Hér er ítarlega fjallað um offituvandann, ástæður hans og aðferðir sem virka í baráttunni. Fjöldi megrunaraðferða er einnig krufinn til mergjar.
Stríðir þú við lystarstol eða lotugræðgi eða ertu einfaldlega of magur? Hér segir meðal annars frá ástæðum átröskunarsjúkdóma, afleiðingum þeirra og meðferð.
Það er löngu vitað að mataræði hefur áhrif á sjúkdóma. Hér er ítarlega fjallað um þetta áhrifasamband og tengsl þess meðal annars við hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki.
Ítarlegt neyslukerfi er í bókinni þar sem tilgreindar eru hitaeiningar fjölda afurða. Höfundurinn, Ólafur Gunnar Sæmundsson næringarfræðingur, byggir kerfi viðmiðunardaga á þessu neyslukerfi, en viðmiðunardagar fylgja flestum kaflanna og leggja línurnar um mataræði þeirra sem vilja léttast, þyngjast, ná betri árangri í íþróttum, eru sykursjúkir eða veikir fyrir hjarta, svo dæmi séu nefnd.
Uppseld.
Útgáfuár: 1999Dans hinna dauðu
Draugarnir hafa valið fórnarlömbin sín og nú koma þeir og sækja þau. Æsispennandi bók!
Uppseld.
Útgáfuár: 1998Bestu barnabrandararnir – brjálað fjör
Húmor í hæsta gæðaflokki fyrir unga jafnt sem aldna.
Uppseld.
Útgáfuár: 1998Skagfirsk skemmtiljóð II
Hér taka margir Skagfirðingar til máls. Meðal annars Guðríður Brynjólfsdóttir frá Villinganesi, Magnús á Vöglum, systurnar Guðríður og María Helgadætur, Sigurjón Runólfsson, Birgir Hartmannsson, Hilmir Jóhannesson, Ólafur B. Guðmundsson, Ísleifur Gíslason og Sigurður Hansen.
Uppseld.
Útgáfuár: 1998Hæstvirtur forseti
Gamansögur af íslenskum alþingismönnum. Loksins kom eitthvað af viti frá þeim!!! Davíð Oddsson, Helgi Seljan, Ólafur Thors, Björn á Löngumýri, Garðar Sigurðsson, Sverrir Hermannsson, Villi á Brekku, Guðni Ágústsson, Össur Skarphéðinsson, feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur, Kristín Ástgeirsdóttir og margir fleiri stíga hér fram í kastljósið og sýna á sér spaugilegu hliðina – viljandi og óviljandi!
Hvaða alþingismaður taldi sauðina?
Uppseld.
Útgáfuár: 1998Orðsnilld Einars Benediktssonar
Fleyg orð úr ljóðum Einars Benediktssonar; snilld skáldsins í hverri línu.
Gunnar Dal valdi.
Uppseld.
Útgáfuár: 1998BOX
Í þessari sinstöku bók um eina elstu og vinsælust íþróttagrein veraldar stígur hver hnefaleikameistarinn af öðrum fram á sviðið á líflegan og ógleymanlegan hátt. Nægir þar að nefna: Joe Louis, Rocky Marciano, Muhammad Ali, George Foreman, Larry Holmes, Mike Tyson, Evander Holyfield, Lennox Lewis, Oscar de la Hoya og sjálfan Prinsinn – Naseem Hamed.
Uppseld.
Útgáfuár: 1998