Ég hef nú sjaldan verið algild
Hér er rakin saga Önnu Mörtu Guðmundsdóttur; konu sem sjaldan hefur farið troðnar slóðir. Þrátt fyrir að hafa alla sína ævi búið á Hesteyri, afskekktum bæ í hinum austfirska Mjóafirði, hefur hún visku til að bera sem fáum er gefin og er víðsýnni en margur langskólagenginn aristókratinn.
Hingað til hefur verið dregin upp ákveðin mynd af Önnu og einblínt á það sem greinir hana frá öðru fólki. En er það raunsönn mynd?
Hver er Anna á Hesteyri í raun og veru? Hvernig var æska hennar og uppeldi? Hvaða hetjudáð drýgði hún? Hvers vegna ákvað hún að taka inn útigangsmenn á heimili sitt? Og hvernig brást hún við þegar landsþekktur glæpamaður heimsótti hana um nótt og náði tökum á sveðjunni? Hvernig lék hún á dýralækninn? Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu.
Þetta er einstök saga; hrífandi, bráðskemmtileg og spennandi – sögð með orðum einbúans á Hesteyri og þeirra sem til hennar þekkja.
Uppseld.
Útgáfuár: 2008