Stebbi Run – annasamir dagar og ögurstundir
Vestmannaeyingurinn Stefán Runólfsson er hafsjór af fróðleik um menn og málefni og sögumaður góður. Hér segir hann frá sinni viðburðaríku ævi og talar tæpitungulaust að vanda.
Stefán var einn af þeim sem stóðu í stafni á mesta framfaraskeiði íslensku þjóðarinnar. Hann helgaði íslenskum sjávarútvegi krafta sína og kom þar nærri mörgum málum. Þá starfaði hann mikið að félagsmálum, bæði á vettvangi sjávarútvegsins og í íþrótta- og æskulýðsmálum og var meðal annars formaður ÍBV um árabil.
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2008