Bauka-Jón

bauka_jon

Jón Vigfússon (1643-1690) er einna minnst þekktur allra Hólabiskupa og sá sem einna lökust eftirmæli hefur hlotið. Saga hans er engu að síður athyglisverð og um margt ævintýraleg.  Hann var af höfðingjættum; var ungur sendur til náms í Hafnarháskóla og varð sýslumaður í Borgarfirði skömmu eftir tvítugt.  Hann var dæmdur frá sýslunni vegna ásakana um ólöglega tóbakshöndlun (þar af kemur viðurnefnið Bauka-Jón) en hélt þá til Kaupmannahafnar og tókst að koma þar ár sinni svo vel fyrir borð að Danakonungur útnefndi hann varabiskup á Hólum í Hjaltadal og skiaði Brynjólfi Sveinssyni að vígja hann.  Það var fyrsta biskupsvígsla á Íslandi og er Jón eini íslenski biskupinn, sem aldrei þáði prestsvíglsu.  Hann tók síðan við biskupsembætti eftir lát Gísla Þorlákssonar árið 1684 og gegndi því til dauðadags, 1690.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2008
Efnisflokkun: Bækur, Ævisögur og endurminningar

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is