Í fréttum er þetta helst
Fjöldi mismæla í beinni útsendingu, klúðurslegar blaðauglýsingar, fyrirsagnir, fréttagreinar; hér er allt þetta og meira til! Ómar Ragnarsson situr í settinu – með settið bert. Þorgeir Ástvalds finnur 400 ára gamla íkorna. Ragnheiður Ásta syngur með Pavarotti. Ævar Kjartansson auglýsir svínarí. Þorgrímur Gestsson eltir forsetann. Agnes Braga hrellir Jónas Haralz. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – stígur ekki feilnótu, Ingólfur Hannesson lýsir 4×400 metra stangarstökki og Sigmundur Ernir minnir á ellefu fréttir sem hefjast stundvíslega klukkan 22:30. Allt þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem þú – já, þú – verður að lesa.
Leiðbeinandi verð: 2.980-.
Uppseld
Útgáfuár: 2002