Suðurnesjamenn
Hér láta þau gamminn geisa: Rúnar Júlíusson tónlistarmaður, Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður, alþingismennirnir Sigríður Jóhannesdóttir og Hjálmar Árnason, Ellert Eiríksson fyrrum bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Reynir Sveinsson forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði. Ennfremur fá lesendur að kynnast Jay D. Lane, sigmanni hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, sem vann einstakt björgunarafrek við Svörtuloft á Snæfellsnesi í fyrra. Hver er hann þessi hugaði en hógværi Bandaríkjamaður sem tekið hefur ástfóstri við Ísland? Suðurnesjamenn – hrífandi bók, sneisafull af fróðlegum frásögnum, hnyttnum og sorglegum, sem koma við sálartetrið í okkur öllum.
Uppseld.
Útgáfuár: 2002