Mannkynið og munúðin
Hér rekur skoski fræðimaðurinn og rithöfundurinn Reay Tannahill sögu kynlífs og hugmynda fólks um það allt frá árdögum mannkynsins og fram á okkar daga. Hún byrjar á forsögulegum tíma og lýsir því hvernig kynlíf og kynlífsaðferðir áttu þátt í því að maðurinn skildist frá frændum sínum öpunum, en síðan segir frá þróun mála á öllum öldum, í öllum heimshlutum, áhrifum hinna ýmsu trúar- og heimspekikerfa á viðhorf fólks til kynlífs, stöðu þess í bókmenntum og listum, hvernig iðkun þess breyttist eftir breytilegri stöðu kynja og stétta í hinum ýmsu samfélögum og menningarheimum o.s.frv. Ekkert er undan dregið og Tannahill fjallar af jafnmiklu hispursleysi um það sem kalla má „venjulegt“ kynlíf í hjónasæng (ef það er þá orðið nokkuð venjulegra en annað), vændi, samkynhneigð og ýmsar afbrigðilegar hvatir og hegðun.
Uppseld.
Útgáfuár: 2001