Kveikjur
Kveikjur eftir séra Bolla Pétur Bollason, fyrrum prest í Seljakirkju og nú sóknarprest í Laufási, var að koma út. Innihald bókarinnar eru 40 smásögur og í þeim er tæpt á þjóðfélagsmálum á borð við fátækt, einelti, ofbeldi í ýmsum myndum, einsemd og siðferðisbrestum, siðferðilegum álitamálum, tilvistar- og tilgangsspurningum, sorginni, gleðinni, kærleikanum, samskiptum fólks og endalokunum.
Það er öllum hollt að lesa þessa bók og velta fyrir sér efni hennar. Hún hentar jafnt unglingum sem hinum eldri og sögurnar mega vel nýtast sem ísbrjótar fyrir samtal og sameiginlegar vangaveltur.
Ljósmyndir prýða bókina og eru þær eftir Völund Jónsson.
Leiðbeinandi verð: 3.480-.
Útgáfuár: 2015