Of stór fyrir Ísland
Enginn Íslendingur hefur lifað jafn sérkennilegu lífi og Jóhann Pétursson, hæsti maður veraldar. Hér segir frá ævintýralegum lífsferli hans; barnæsku í Svarfaðardal, þrautalífi í Danmörku, betra lífi í Frakklandi og putalífi í Þýskalandi. Árið 1945 fluttist Jóhann heim en þegar Íslendingar brugðust honum hrökklaðist hann til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði í stærsta og frægasta sirkus heims. Jóhann eignaðist dóttur sem hann sagði þó aldrei neinum frá. Hér er leyndardómsfullri hulunni svipt af þessari dóttur og samskiptum feðginanna. Of stór fyrir Ísland er einstök ævisaga, snilldarvel skráð af Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi sem síðastliðið ár var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Mikill fjöldi ljósmynda frá einstæðri og ævintýralegri ævi Jóhanns prýða bókina.
Uppseld.
Útgáfuár: 2001