Undir breðans fjöllum

svinafell-kapa.inddUndir breðans fjöllum er ljóðasafn Þorsteins Jóhannssonar (f. 1918, – d. 1998), kennara, skólastjóra og margt fleira, að Svínafelli í Öræfum.  Hann var hagyrðingur og skáld.  Hin viðameiri kvæði hans vitna um þá þekkingu og tök sem hann hafði á skáldskap.  Hefðbundið ljóðform var honum svo tamt og meðfærilegt að vísur urðu oft til með engum fyrirvara hvenær sem tilefni gafst.  Þannig festi hann reynslu sína og æviferil í braglínur, meitlaðar og fágaðar af smekkvísi ljóðunnandans, ýmist fullar af kímni og góðlátlegu gamni eða markaðar af reynslu og íhugun.  Milli línanna má skynja höfundinn, ötulan, ókvalráðan, traustan og hjartahlýjan mann sem ann tungu, sögu, landi og þjóð.

Leiðbeinandi verð: 3.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2010
Tengsl: Efnisflokkun: Bækur, Ljóð og listir

Panta

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is