Nýjasta útgáfa Hóla



Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling

Sagan af stráknum sem gat breytt sér í ljón, bjarndýr og snjótittling er bráðskemmtilegt ævintýri og hentar vel fyrir 5-8 ára börn, hvort sem þau lesa sjálf eða lesið er fyrir þau. En hvaða hag hafði strákurinn af því að geta breytt sér í öll þessi dýr?

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Útgáfuár: 2022

Stafróf fuglanna

Stafróf fuglanna er ætlað börnum sem eru farin að sýna stöfum og orðum áhuga. Jafnframt er bókinni ætlað að kynna börnum algenga fugla sem halda sig í náttúru Íslands, ýmist allt árið eða að sumarlagi. Glæsilegar fuglaljósmyndir prýða bókina og gera hana að sannkölluðu augnakonfekti.

Leiðbeinandi verð: 3.890-.

Útgáfuár: 2022

Fáskrúðsfjarðarsaga I-III

 

Fáskrúðfjarðarsaga er gefin út í þremur bindum. Í henni er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Um 850 myndir eru í verkinu og eiga þær sinn þátt í því að gera það áhugavert. Þá eru einnig birt kort til skýringar.

Þetta mikla ritverk láta Fáskrúðsfirðingar og áhugamenn um byggðasögu ekki fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 32.900-.

Fáskrúðfjarðarsaga er gefin út í þremur bindum. Í henni er fjallað um fjölmarga efnisþætti og má þar nefna þróun byggðarinnar, málefni hreppa, sjávarútveg, landbúnað, verslun, starfsemi mikilvægra stofnana og félags- og menningarmál. Um 850 myndir eru í verkinu og eiga þær sinn þátt í því að gera það áhugavert. Þá eru einnig birt kort til skýringar.

Þetta mikla ritverk láta Fáskrúðsfirðingar og áhugamenn um byggðasögu ekki fram hjá sér fara.

Leiðbeinandi verð: 32.90

Útgáfuár: 2022

Spurningabókin 2022

Hvers vegna rignir aldrei tvo daga í röð? Hafa fiskar augnlok? Hvernig er bíll Andrésar Andar á litinn? Fyrir hvað stendur skammstöfunin KFC? Af hverju missa hákarlamömmur matarlystina skömmu áður en þær gjóta? Hvaða handboltamaður var kosinn Íþróttamaður ársins 2021?

Þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 1.890-.

Útgáfuár: 2022

Fimmaurabrandarar 4

Hvaða fiska er erfiðast að koma auga á? Þokulúður. – Kunningi minn sér um að efnagreina þvagprufur á Landsspítalanum. Hann er svokallaður hlandkönnuður. – Sokkar eru alltaf á tilboðinu 2 fyrir 1. – Ég keypti mér snjódekk um daginn, en um leið og það kom hláka bráðnuðu þau bara.

Þetta er bara brot af snilldinni sem leynist í þessari gríðarskemmtilegu bók.

Leiðbeinandi verð: 2.980.-

Útgáfuár: 2022

Brandarar, gátur og þrautir 2

Þetta er bók fyrir fólk á öllum aldri og hentar bæði einstaklingum og hópum hvar og hvenær sem er. Brandararnir eru sprenghlægilegir, gáturnar leyna á sér og þrautirnar eru bæði þrælþungar og laufléttar. Því ættu allir að geta haft gagn og gaman af þessari smellnu bók.

Leiðbeinandi verð: 1.790-.

Útgáfuár: 2022

Bland í poka

Páll Jónasson frá Hlíð á Langanesi hefur verið afkastamikið ljóðskáld á undanförnum árum og nægir þar að nefna hinar vinsælu vísnagátubækur hans, þrjár að tölu. Hér kveður hins vegar við annan tón. Um er að ræða ljóð hans og lausavísur og er víða komið við. Íslenskt mál hefur ávallt verið honum hugleikið og bera bækur hans þess vitni. Bland í poka er þar ekki undanskilin.

Leiðbeinandi verð: 2.680-.

Útgáfuár: 2022

Bjóluætt

Eftir margra ára vinnu í gegnum ótal Covid-bylgjur hefur nú loksins tekist að koma út þessu mikla verki, Bjóluætt.  Ættin er rakin til hjónanna Filippusar Þorsteinssonar (1799-1885), bónda í Bjólu í Ásahreppi í Rangárvallasýslu og eiginkvenna hans, Guðbjargar Jónsdóttur (1805-1838) og Sigríðar Jónsdóttur (1814-1893) .  Frá þeim er kominn gríðarstór ættbogi sem teygir sig út um allan heim, en sameinast þó í þessu riti, sem prýtt er fjölda mynda.

Tilboðsverð: 16.900.

Útgáfuár: 2022
Nýrra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is