Nýjasta útgáfa Hóla
Orrustan um Spán
Í júlí 1936 gerðu hershöfðingjar, undir forystu Francos, uppreisn gegn ríkisstjórn Spánar. Uppreisnin varð fljótt að borgarastyrjöld þar sem Franco fékk stuðning Þjóðverja og Ítala en ríkisstjórnin var m.a. studd af erlendum sjálfboðaliðum, þar á meðal Ernest Hemmingway. Þetta er mögnuð bók um hatrömm átök.
Þetta er af mörgum talin besta bókin um borgarastyrjöldina á Spáni og ætti það ekki að koma neinum á óvart, enda er höfundur bókarinnar, Bretinn Antony Beevor, einn allra besti sagnfræðingur veraldar þegar kemur að stríðsátökum.
Leiðbeinandi verð: 5.980.-
Uppseld.
Útgáfuár: 2009Föndur-Jól
Þessi einstaklega skemmtilega föndurbók ætti að vera til á hverju heimili og í hverjum skóla, hvort sem það er grunnskóli eða leikskóli. Hér eru fjölmargar og einfaldar hugmyndir að jólaskrauti sem prýðir hvar sem er.
Leiðbeinandi verð: 3.680-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009Milli mjalta og messu
Gestir í hinum vinsæla útvarpsþætti Önnu Kristine Magnúsdóttur, Milli mjalta og messu, voru tæpir 500. Í þessari bók segja fimm þeirra sögu sína. Fríkirkjupresturinn hefur umburðarlyndi að leiðarljósi, ung kona er strútabóndi í Suður-Afríku, einn af 24 bestu ljósmyndurum veraldar bregður upp myndum í orðum, rafvirkinn og miðillinn eiga það sameiginlegt að þurfa að kunna tengja og kona sem missti stóran hluta fjölskyldu sinnar í snjólflóði segir frá afleiðingum þess á líf hennar.
Viðmælendurnir eru: Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, Unnur Berglind Guðmundsdóttir, Ragnar Axelsson (RAX), Skúli Lórenzson og Erla Jóhannsdóttir. Þau veita okkur hér innsýn í ævintýralegt líf sitt.
Leiðbeinandi verð: 5.480-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009Bændatal og byggðaröskun
Meginefni þessarar bókar eru bændatöl tveggja jarða í Mjóafirði, Brekku og Dala, í þrjú hundruð ár, eða frá 1700 til 2000. Þá fléttast hér saman við sú byggðaröskun sem orðið hefur í áranna rás og breytt ásýnd fjarðarins.
Þetta er tuttugasta bókin eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku (meðhöfundur hans að þessu sinni er Sigurður Helgason frá Grund, en hann lést fyrir tæpri hálfri öld og byggir bókin að hluta til á þeim gögnum sem hann lét eftir sig), en um það leyti sem hún kom út fagnaði hann 95 ára afmæli sínu.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009
Sá á skjöld hvítan
Jón Böðvarsson er löngu orðinn eins konar þjóðsagnahetja í lifanda lífi. Glæsilegar skýringar hans á persónum og atburðum Íslendingasagna hafa hitt þjóðina beint í hjartastað. Enn þreyja menn nú þorrann og góuna við lestur okkar fornu sagna, – Njáll, Grettir og Gissur tala til okkar af endurnýjuðum þrótti og í Sturlungu finnum við samsvörun við átök nútímans. Jón Böðvarsson hefur haldið ótrúlega mörg og fjölmenn fornritanámskeið og farið með þátttakendur í ferðir á fjarlægar slóðir víkinga. Á þeim vettvangi hefur hann unnið frumkvöðlastarf. En Jón er fjarri því allur þar sem hann er séður, í honum búa margir menn, í þessari bók segir og frá skákmanninum, íþróttamanninum, stjórnmálamanninum, kennaranum, skólameistaranum og leiðsögumanninum Jóni Böðvarssyni. Ótal sögur segir hann, sumar græskulausar, aðrar með broddi í. Frá fjölskylduhögum Jóns og vinaböndum greinir einnig.
Jón Böðvarsson er sagnamaður af bestu gerð. Þann eiginleika Jóns nýtir Guðrún Guðlaugsdóttir blaðamaður og rithöfundur í viðtalsbók þessari. Þau leggja saman og útkoman er lifandi frásögn af lífi og starfi íslenskufræðingsins Jóns Böðvarssonar. Hispurslaus lýsing óvenjulegs manns.
Leiðbeinandi verð: 5.780-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009Íslenskar gamansögur 3
Gurrí Haralds hringir í Rannsóknarlögregluna. Púlli og Haraldur Á. Sigurðsson, leikari, eru góðglaðir á Þingvöllum. Dávaldur fer á kostum á Norðfirði. Gvendur dúllari gefur vini sínum heilræði í brúðkaupsgjöf. Siggi á Fosshóli ekur í þoku. Össur Skarphéðinsson ætlar í kápu. Svavar Gests rekur á eftir gítarleikara. Sprengju-Tóti rífur úr sér annað augað og Jens Guð situr í hjá leigubílstjóra – með athyglisbrest.
Hvað sagði Ólafur Ragnar aldrei? Vegna hvers er Lilja Mósesdóttir áþjáð? Við hvað var Arnór Hannibalsson hræddur? Og hvaða sjósóknarar dóu ekki ráðalausir í baráttu við franska skútusjómenn?
Í Íslenskum gamansögum 3 er samsafn af sprenghlægilegum gamansögum.
Þar kemur við sögu ekki ómerkara fólk en Gurrí Haralds, Púlli og Haraldur Á. Sigurðsson, leikari, Gunnar Finnsson, Ólafur Sigurðsson, skólameistari, Gvendur dúllari, Lúðvík Jósepsson, Sprengju-Tóti, Kristófer Reykdal, Garðar Sigurðsson, Siggi á Fosshóli, Lási kokkur, Arnór Hannibalsson, Lilja Mósesdóttir og Jens Guð. Eru þá sárafáir nefndir af þeim sem stíga hér fram á sviðið.
Íslenskar gamansögur 3 ættu að vera til á hverju heimili.
Leiðbeinandi verð: 2.280-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009Papa Jazz
Ævisaga Guðmundar Steingrímssonar er jafnframt saga djass- og dægurtónlistar á Íslandi. Hér tvinnast þetta saman og útkoman er bæði fróðleg og skemmtileg; sögur af sviðinu og baksviðs,
spaugileg atvik og erfiðleikar og allt þar á milli.
PAPA JAZZ er bók sem enginn tónlistaráhugamaður lætur fram hjá sér fara.
Leiðbeinandi verð: 5.980-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009Reimleikar
Íslenskar draugasögur – dagsannar og óhugnanlegar:
Skelfing hjá Skeljungi (ekki vegna bensínverðshækkunar!), Júlla káta liggur ekki kyrr, lögreglumenn frá Seyðisfirði komast í hann krappan, hús í Keflavík er andsetið, sjómaður í Eyjum leggur á flótta og margt fleira magnað í þessari bók.
Reimleikar – ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Leiðbeinandi verð: 3.680-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009Sjónhverfingar
Myndaþrautirnar í Sjónhverfingum sýna okkur svo ekki verður um villst, að það er margt sem augað ekki sér.
Leiðbeinandi verð: 1.140-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009Spurningabókin 2009
Spurningabókin 2009 inniheldur fjölmargar spurningar og viðfangsefnin eru fjölbreytileg; lönd, dýr, tónlist og fótbolti svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu er hægt að glíma við spurningarnar í einrúmi jafnt sem hóp og því er má grípa til þessarar bókar hvar og hvenær sem er – nema þá kannski ekki í jarðarförum.
Uppseld.
Útgáfuár: 2009