Nýjasta útgáfa Hóla
Kurt Cobain: Ævisaga
Kurt Cobain og Nirvana eru goðsögn. Cross byggir þessa ævisögu Cobain á meira en 400 viðtölum, dagbókum Cobains og fjölda annarra heimilda. KURT COBAIN, ævisaga, er sögð „ … hin endanlega ævisaga Kurt Cobain.“ Entertainment Weekly skrifaði um bókina: „Stórkostleg ævisaga.“
Uppseld.
Útgáfuár: 2004Kaktusblómið og nóttin
Jóhann Sigurjónsson var stórskáld. Sorgleg örlög Jóhanns hafa sveipað minningu hans blæ goðsagnar.
Hér er dregin upp áhrifamikil mynd af frægasta leikritaskáldi Íslendinga fyrr og síðar. Jón Viðar hefur víða leitað fanga og varpar nýju ljósi á ástir og líf Jóhanns. Loksins er hulunni svift af skáldinu sem hefur svo lengi lifað á mörkum draums og veruleika í íslensku þjóðarsálinni.
Uppseld.
Útgáfuár: 2004Dr. Valtýr
Maðurinn á bak við söguna. Hver var Valtýr Guðmundsson? Af hverju er hann kallaður höfundur heimastjórnarinnar fremur en Hannes Hafstein? Þessu svarar Jón Þ. Þór í þessari einkar vel sömdu ævisögu Valtýs. Loksins hefur tekist að skýra stjórnmál á Íslandi í kringum 1900 svo skiljanleg verði. Tímamótaverk.
Uppseld.
Útgáfuár: 2004Forsætisráðherrar Íslands
Styrmir Gunnarsson segir í grein sinni um Davíð Oddsson að úr því sem komið var hefði forseti Íslands gripið fyrsta tækifærið til beita neitunarvaldi; að það voru fjölmiðlögin var tilviljun, segir Styrmir. Fjallað er um alla 24 ráðherra og forsætisráðherra Íslands, byrjað á Hannesi Hafstein og endað á Davíð Oddssyni. Forsætisráðherrar Íslands er ómissandi bók öllum Íslendingum.
Uppseld.
Útgáfuár: 2004Bestu knattspyrnulið Evrópu
Hér er rakin saga tólf bestu knattspyrnuliða Evrópu frá stofnun þeirra til ársins 2003. Liðin eru: AC Milan. Ajax, Arsenal, Bayern München, Barcelona, Juventus, Liverpool, Manchester United, Porto, Real Madrid og Valencia.
Uppseld.
Útgáfuár: 2004Úr handraða Ólafs landlæknis
Afmælisrit tileinkað Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi landlækni, 75 ára, þann 11. nóvember 2003.
Uppseld.
Útgáfuár: 2004Aðalgeirsbók
Afmælisrit tileinkað Aðalgeiri Kristjánssyni, sagnfræðingi, áttræðum þ. 30. maí 2004.
Uppseld.
Útgáfuár: 2004Ævintýri Nonna: Útilegumaðurinn
Spennandi Nonnaævintýri. Nonni og Manni fara í fjallgöngu og hitta þar fyrir útilegumann sem leitað er að.
Uppseld.
Útgáfuár: 2004101 vísnaþáttur úr DV – og tveir að auki (f.h.)
Ragnar Ingi Aðalsteinsson hafði um nokkurt skeið umsjón með vísnaþætti í DV, sem varð afar vinsæll, og hér birtist fyrri hluti þeirra.
Uppseld.
Útgáfuár: 2004Genfarsamningarnir frá 1949 ásamt bókunum frá 1977
Genfarsamningarnir eru hornsteinn alþjóðlegra mannúðarlaga. Tilgangur þeirra er að vernda saklaus fórnarlömb stríðs og koma böndum á annars óheftan stríðsrekstur þjóðanna. Allt hugsandi fólk verður að kynna sér Genfarsamningana.
Leiðbeinandi verð: 6.900-.
Uppseld.
Útgáfuár: 2004