Nýjasta útgáfa Hóla



Alexander mikli – sonur guðanna

alexanderAlexander mikli er mesti herkonungur sem uppi hefur verið. Þó varð hann ekki nema 32 ára en náði að leggja undir sig hálfan heiminn. Hér er saga hans sögð á einstæðan hátt í máli og myndum. Stórfróðleg og einkar falleg bók.

Uppseld.

Útgáfuár: 2004

Iðnskóli í eina öld

idnskoliIðnskólinn í Reykjavík á aldarafmæli um þessar mundir. Í fyrstu var hann einungis fábreyttur kvöldskóli en í dag er liðlega 2000 nemendum boðið upp á 820 námsgreinar á 35 námsbrautum. Hér er rakin saga þessa merka skóla sem jafnframt er nátengd sögu iðnaðar á Íslandi. Því ætti enginn iðnaðarmaður eða áhugamaður um atvinnusögu þjóðarinnar að láta hana framhjá sér fara.

Uppseld.

Útgáfuár: 2004

Hve glöð er vor æska

hve_glodGullkornin sem ættuð eru frá börnum eru ótalmörg og bráðskemmtileg.  Í þessari bók er að finna fjölmörg slík og eru mörg þeirra úr leikskólakerfinu þar sem einlægnin er ósvikin.  Dásamleg bók um börnin okkar.

Uppseld.

Útgáfuár: 2004

Dýrmæt reynsla

dyrmaet_reynslaSverrir Hermannsson segir frá því þegar lífi hans var bjargað. Hjónin Árni Ibsen og Hildur Kristjánsdóttir deila húsnæði með framliðnum og Anna Kristine Magnúsdóttir opnar Biblíuna og allt fellur í dúnalogn. Dýrmæt reynsla geymir fjölmargar frásagnir fólks af atburðum sem engin raunvísindi geta skýrt.

Uppseld.

Útgáfuár: 2004

Alltaf í boltanum

alltaf_i_boltanumGullmolar úr knattspyrnuheiminum; bæði orðsnilld og það sem viðkomandi hefði betur ósagt látið.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2004

Týnd

tyndTýnd fékk Glerlykilinn sem besta norræna glæpasagan árið 2000. Sibylla Forsenström er ekki til. Hún er utangarðsmanneskja. Einn daginn er hún á röngum stað á röngum tíma. Maður er myrtur á hrottalegan hátt og grunur fellur á Sibyllu og hún leggur á flótta. Ótrúleg spenna.

Uppseld.

Útgáfuár: 2004

Bestu barnabrandararnir – ógeðslega fyndnir

bb_ogedslegafyndnir

Skellihlátur frá fyrstu síðu til þeirrar síðustu.

Uppseld.

Útgáfuár: 2004

Spurningabókin 2004

Bráðsmellin bók og um leið fræðandi.  Hún er um allt og ekkert og svaraðu nú!sp2004

Uppseld.

Útgáfuár: 2004

Stríðið um Trójuborg

stridid_um_trojuborgHér segir frá grísku hetjunum og baráttu þeirra um Helenu fögru.
Hver var Akkilles í raun? Af hverju var hann guði líkastur?

Leiðbeinandi verð: 1.490-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2004

Í loftinu lýsa stjörnur

i_loftinu_lysaJenna er ekki ánægð með eigin líkama, strákarnir veita henni litla athygli og móðir hennar er alvarlega veik. Sjaldan, kannski aldrei, hefur verið skrifuð áhrifameiri unglingabók enda var Í loftinu lýsa stjörnurnar útnefnd besta unglingabók Svíþjóðar 2003.

Uppseld.

Útgáfuár: 2004
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is