Nýjasta útgáfa HólaÆvintýri Nonna: Nonni og Manni fara á sjó

nonni_og_manni_faraEitt af hinum mögnuðu ævintýrum úr smiðju Nonna, Jóns Sveinssonar.  Bræðurnir Nonni og Manni reyna að tæla fiskana upp úr sjónum en lenda í þoku og hvalavöðu og eru hætt komnir. Bráðskemmtileg og spennandi bók fyrir börn og unglinga sem og fullorðna.

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Gullkorn úr hugarheimi íslenskra barna

gullkornHér er safnað saman ótal tilsvörum barna sem varpa ljósi á heimssýn þeirra. Gullkorn er falleg bók um englana okkar; speki þeirra, falsleysi og einlægni en allt þetta endurspeglast í orðum barnsins sem sagði: ,,Maður getur alveg notað ömmu sína fyrir vin.“

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Vísnaverkefni

visnaverkKennslubók í vísnagerð sem samanstendur af 40 vísnaverkefnum.  Þeir sem vilja læra að setja saman réttkveðna vísu ættu að finna hér eitthvað við sitt hæfi.

Leiðbeinandi verð: 990-.

Uppseld

Útgáfuár: 2002

Slóðir mannanna

slodir_mannannaHér eru verðlaunaverk úr árlegum samkeppnum sem MENOR hefur efnt til síðan 1989. Meðal höfunda eru Sigurður Ingólfsson, Njörður P. Njarðvík, Hjörtur Pálsson og Eysteinn Björnsson. Slóðir mannanna geymir ómetanlegan fjársjóð smásagna og ljóða. Bókin er gefin út í tilefni af 20 ára afmæli Menningarsamtaka Norðlendinga.

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Guðmundur Finnbogason

gudmundurÍ þessari bók er m.a. fróðlegt viðtal Valtýs Stefánssonar við Guðmund sjötugan, þar sem hann segir frá æskuárum sínum og ævistarfi og lokakafli kunnrar bókar Guðmundar um land og þjóð. Efni sem á erindi við íslenska lesendur, nú sem fyrr.

Leiðbeinandi verð: 1.980-.

Uppseld

 

Útgáfuár: 2002

Spurningabókin 2002

sp2002Bókin sem veitir í senn skemmtun og fræðslu. Spurningar við allra hæfi og sígildar gátur um allt milli himins og jarðar.

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Bestu barnabrandararnir – mega bögg

bb_megaboggÞessi bók kitlar hláturtaugarnar  eins og við mátti búast.

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Í fréttum er þetta helst

i_frettum_erFjöldi mismæla í beinni útsendingu, klúðurslegar blaðauglýsingar, fyrirsagnir, fréttagreinar; hér er allt þetta og meira til! Ómar Ragnarsson situr í settinu – með settið bert. Þorgeir Ástvalds finnur 400 ára gamla íkorna. Ragnheiður Ásta syngur með Pavarotti. Ævar Kjartansson auglýsir svínarí. Þorgrímur Gestsson eltir forsetann. Agnes Braga hrellir Jónas Haralz. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – stígur ekki feilnótu, Ingólfur Hannesson lýsir 4×400 metra stangarstökki og Sigmundur Ernir minnir á ellefu fréttir sem hefjast stundvíslega klukkan 22:30. Allt þetta og margt fleira í þessari bráðskemmtilegu bók sem þú – já, þú – verður að lesa.

Leiðbeinandi verð: 2.980-.

Uppseld

Útgáfuár: 2002

Suðurnesjamenn

sudurnesjamennHér láta þau gamminn geisa: Rúnar Júlíusson tónlistarmaður, Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður, alþingismennirnir Sigríður Jóhannesdóttir og Hjálmar Árnason, Ellert Eiríksson fyrrum bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Reynir Sveinsson forstöðumaður Fræðasetursins í Sandgerði. Ennfremur fá lesendur að kynnast Jay D. Lane, sigmanni hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, sem vann einstakt björgunarafrek við Svörtuloft á Snæfellsnesi í fyrra. Hver er hann þessi hugaði en hógværi Bandaríkjamaður sem tekið hefur ástfóstri við Ísland? Suðurnesjamenn – hrífandi bók, sneisafull af fróðlegum frásögnum, hnyttnum og sorglegum, sem koma við sálartetrið í okkur öllum.

Uppseld.

Útgáfuár: 2002

Áfram Ísland!

afram_islHér er fjallað um íslenska karlalandsliðið í handknattleik og frábæran árangur þess á Evrópumótiinu í Svíþjóð í janúar 2002. Leikir liðsins eru krufnir til mergjar, sagt frá því sem gerðist á bak við tjöldin og strákunum okkar gerð góð skil, meðal annars í einstökum viðtölum við Ólaf Stefánsson, einn besta handboltamann heims, Sigfús Sigurðsson og Patrek Jóhannesson. Áfram Ísland – íþróttabókin í ár!

Uppseld.

Útgáfuár: 2002
Eldra

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is