Nýjasta útgáfa Hóla
Hugtakarolla fyrir 10. bekk
Skýringar á yfir 100 hugtökum í bragfræði og bókmenntum. Nauðsynleg bók fyrir nemendur í eldri bekkjum grunnskólans og framhaldsskólum.
Leiðbeinandi verð: 990-.
Uppseld
Útgáfuár: 2001Með lífið í lúkunum
Ólafur Ólafsson, landlæknir þjóðarinnar, fær kveðju í Óskalögum sjúklinga, Pétri Péturssyni verður orðfall, Ólafur Halldórsson vill frið í viðtalstímum, Guðmundur Hannesson og Guðmundur Björnsson tala í kapp við Guðmund Karl og Úlfar Þórðarson bregður á leik. Lýður Árnason lætur gamminn geisa, Einar Ástráðsson gefst ekki upp og Bjarni Rafnar lætur sig dreyma. Eru þá einungis örfáir nefndir af hetjum hvíta sloppsins sem hér koma við sögu.
Uppseld.
Útgáfuár: 2001Bestu barnabrandararnir – algjört æði
Grín og gaman út í gegn, einstakt meðal gegn leiðindum og fúllyndi.
Uppseld.
Útgáfuár: 2001Við
Tuttugu bráðsmellnar og vel skrifaðar smásögur eftir Björn Þorláksson.
Leiðbeinandi verð: 1.980-.
Tilboðsverð: 990-.
Útgáfuár: 2001Gilitrutt
Gamla, góða ævintýrið um Gilitrutt með glæsilegum myndskreytingum Kristins G. Jóhannssonar er afar heillandi til lesturs og jafnframt einstakt augnakonfekt, þótt ekki sé hún fríð, blessunin.
Uppseld.
Útgáfuár: 2001Mannkynið og munúðin
Hér rekur skoski fræðimaðurinn og rithöfundurinn Reay Tannahill sögu kynlífs og hugmynda fólks um það allt frá árdögum mannkynsins og fram á okkar daga. Hún byrjar á forsögulegum tíma og lýsir því hvernig kynlíf og kynlífsaðferðir áttu þátt í því að maðurinn skildist frá frændum sínum öpunum, en síðan segir frá þróun mála á öllum öldum, í öllum heimshlutum, áhrifum hinna ýmsu trúar- og heimspekikerfa á viðhorf fólks til kynlífs, stöðu þess í bókmenntum og listum, hvernig iðkun þess breyttist eftir breytilegri stöðu kynja og stétta í hinum ýmsu samfélögum og menningarheimum o.s.frv. Ekkert er undan dregið og Tannahill fjallar af jafnmiklu hispursleysi um það sem kalla má „venjulegt“ kynlíf í hjónasæng (ef það er þá orðið nokkuð venjulegra en annað), vændi, samkynhneigð og ýmsar afbrigðilegar hvatir og hegðun.
Uppseld.
Útgáfuár: 2001Kona flugmannsins
Kathryn Lyons er vakin upp um miðja nótt. Stór farþegaflugvél hefur farist út af strönd Írlands. Flugmaðurinn er eiginmaður hennar. Talað er um hryðjuverk. Jafnvel að flugmaðurinn sjálfur hafi sprengt vélina. Ekkjan trúir ekki þessum orðrómi en hversu vel þekkti hún eiginmann sinn í raun? Hún tekst á við sorgina, höfnun dóttur sinnar og leyndarmál eiginmanns síns sem hún er staðráðin í að afhjúpa. Anita Shreve á að baki skáldsögur sem hafa notið gríðarlegra vinsælda. Kona flugmannsins, sem var mánuðum saman í efsta sæti á metsölulistum vestan hafs og austan, er fyrsta bók Shreve sem kemur út á Íslandi – og hún svíkur svo sannarlega engan.
Uppseld.
Útgáfuár: 2001