Vinningshafi í fyrsta spurningaleik Hóla
Fjölmargir tóku þátt í fyrsta spurningaleik Bókaútgáfunnar Hóla og var Jóhanna Ása Evensen sigurvegari í fyrstu lotu. Hún fær í vinning bókina REIMLEIKAR-ÍSLENSKAR DRAUGASÖGUR og er það vonandi að hún hafi sterkar taugar, enda eru þarna margar magnaðar sögur, svo vægt sé til orða tekið.
Næsta spurningalota er svo hafin. Þrjár nýjar spurningar eru komnar á heimasíðu Hóla og því ekki að spreyta sig.
Sunnudagur 8. nóvember 2009