Útgáfuteiti
Næsta fimmtudag, þann 21. nóv., klukkan 17:00 verður lesið upp úr bókinni HÚMÖR Í HAFNARFIRÐI í Eymundsson-búðinni við Strandgötu. Þar mun höfundurinn, Ingvar Viktorsson, fara á kostum eins og honum einum er lagið og fleiri munu auk þess stíga fram og segja gamansögur af Hafnfirðingum. Af nógu er að taka. Þeir sem það vilja geta svo fengið bókina áritaða.
Láttu sjá þig!
Þriðjudagur 19. nóvember 2013