Nýjasta útgáfa Hóla



Fleiri sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum

fleiri_sogur_og_sagnir

Sagnamaðurinn Sigurgeir Jónsson fer hér á kostum eins og í fyrri bókum sínum (Nýjar sögur og sagnir í Vestmannaeyjum og Viðurnefni í Vestmannaeyjum) og flytur okkur bráðskemmtilegar sögur af Eyjamönnum.

Jónas á Tanganum verður reiður, sú saga gengur um Imbu í Þorlaugargerði að hún þvælist með gömlum körlum í Reykjavík, Óskar Matt og Bjössi Snæ fara á skak með ófyrirsjáanlegum afleiðingum , Ásta Arnmundsdóttir vill fá jólasvein sem stendur, Ási í Bæ fær falskar tennur og Bjarnhéðinn Elíasson veifar sálmabók.

Leiðbeinandi verð: 2.280-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2009

Stebbi Run – annasamir dagar og ögurstundir

stebbi_run

Vestmannaeyingurinn Stefán Runólfsson er hafsjór af fróðleik um menn og málefni og sögumaður góður.  Hér segir hann frá sinni viðburðaríku ævi og talar tæpitungulaust að vanda.

Stefán var einn af þeim sem stóðu í stafni á mesta framfaraskeiði íslensku þjóðarinnar.  Hann helgaði íslenskum sjávarútvegi krafta sína og kom þar nærri mörgum málum.  Þá starfaði hann mikið að félagsmálum, bæði á vettvangi sjávarútvegsins og í íþrótta- og æskulýðsmálum og var meðal annars formaður ÍBV um árabil.

Leiðbeinandi verð: 5.480-.

Uppseld.

Útgáfuár: 2008

Viðurnefni í Vestmannaeyjum

vidurnefniHér má finna hátt í sjö hundruð viðurnefni úr Vestmannaeyjum og eru saga þeirra og tilurð tilgreind í flestum tilvikum.  Sum viðurnafnanna eru aldagömul en önnur ný á nálinni.  Hver var ástæða þess að menn fengu viðurnefni á borð við Guðjón flækingur, Ingimundur 111, Einar dínó, Arnar sprell, Sigga sprettur, Jón alýfát og Jói rúsína.

Viðurnefni í Vestmannaeyjum er eins konar innlegg í menningarsögu Vestmannaeyja, enda greinir hún frá ákveðnum og sérstökum þætti í mannlífi Eyjaskeggja á skemmtilegan hátt.

Leiðbeinandi verð: 2.480-.

Uppseld.

 

Útgáfuár: 2008

Nýjar sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum

nyjar_sogur_ogÍ þessari bók stíga fjölmargir Vestmannaeyingar á stokk og láta mikið að sér kveða. Guðjón líkkistusmiður á Oddsstöðum slær máli á látna – og lifandi, Nýja í Suðurgarði fær undarlega sprautu frá Einari lækni og Mundi í Draumbæ ekur með prestsfrúna og fleira drasl. Stúkumaðurinn Tóti í Berjanesi fær sér einn lítinn, Bjarnhéðinn Elíasson flaggar og kona hans, Ingibjörg Johnsen, geymir jólaveltu blómabúðarinnar á óvenjulegum stað. Þórarinn í Geisla leitar að Óskari á Háeyri á hverri strippbúllunni á fætur annarri og Óli Gränz lætur taka af sér fermingarmynd þótt langt sé um liðið síðan hann fermdist.  Bogi í Eyjabúð fær gos, Gísli Óskarsson reiðist í símann og séra Bára veldur vonbrigðum.

Uppseld.

Útgáfuár: 2007

Bókaútgáfan Hólar

Hagasel 14, 109 Reykjavík
Sími: 587 2619
Fax: 587 1180
Netfang: holar (hja) holabok.is