Nýjasta útgáfa Hóla
Sú nótt gleymist aldrei
Titanic var stærsta skip veraldar, íburðarmikið kraftaverk tæknialdar, búið fullkomnasta öryggisbúnaði sem völ var á. Engu að síður hlaut Titanic þau örlög, í jómfrúarferð sinni, að sigla á hafísjaka og sökkva nótt eina í apríl 1912. Um borð voru 2.207 manns en aðeins 20 björgunarbátar.
Í bók þessari er rakin átakanleg saga farþeganna um borð og hvernig hið ógnvænlega sjóslys dró fram það besta og það versta í mönnum. Sumir gáfu líf sitt öðrum til bjargar, aðrir börðust eins og villidýr til að bjarga sjálfum sér.
Uppseld.
Útgáfuár: 1998